Kannanir gerðu ekki ráð fyrir leikriti i beinni rétt fyrir kosningar

Uppgerðarlegur grátur Ingu Sæland skilaði litla flokknum hennar yfir 5% múrinn og vel það.  Nokkrir öryrkjar stukku á þetta og kanski einhver gamalmenni sem trúðu engu illu uppá konuna.

Í mínum huga var Inga ekki að gera neitt annað en að redda sér góðum launum í ca 4 ár.

Sú stjórn sem hún virðist stefna að þ.e. FF, B, M og D er ömurlegasta afturhald sem sést hefur á Íslandi líklega frá upphafi.

Hún er á þingi fyrir öryrkja og aldraða að eigin sögn.  Framsóknarflokkurinn með Panamasvikarann innanborðs þá, og Sjálfstæðisflokkurinn neituðu að veita þessum hópum afturvirkar hækkanir í frægri atkvæðagreiðslu.  Hvernig dettur nokkrum manni í hug að þessir flokkar séu að fara að gera eitthvað fyrir þessa hópa núna?

Inga veit það líka, hún er langt frá því að vera heimsk.  En heiðarleg er hún heldur ekki.  Þetta verða mestu svik Íslandssögunnar við aldraða, öryrkja og láglaunafólk ef af þessari hörmungarstjórn verður.


mbl.is Kannanir misstu af Flokki fólksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband