Eyjafjallajökull rétt að byrja ?

Nú er þetta gos að verða þriggja vikna gamalt en öflugt sem aldrei fyrr.  Síðustu tvo sólarhringa hefur gosið verið kröftugt, mikil öskuframleiðsla og hraunrennsli.  En það sem vekur athygli eru jarðskjálftahrinur sem virðast eiga upptök sín á allt að 20 km. dýpi.  Jarðfræðingar hafa ekki getað skýrt þetta með viðeigandi hætti frekar en ýmislegt annað sem viðkemur þessu gosi.

Líklegasta skýringin er sú að meira magn kviku sé að brjóta sér leið upp en áður sem aftur skilar sér í enn öflugra gosi.  Það er frekar óvenjulegt að kvika komi svo djúpt að eins og hér er að gerast, nánast úr möttlinum.  Þegar gos eru með þessum hætti þá hafa þau tilhneygingu til að vera löng samanber Surtseyjargosið en gosefnin úr því þykja einmitt mjög svipuð þeim sem nú eru að koma upp.  Við skulum rétt vona að þetta gos standi ekki í 4 ár eins og Surtseyjargosið.  Meira hér  ELDGOS.IS

Myndin hér að neðan er tekin úr vefmyndavél Mílu rétt áðan og sýnir vel bjarmann frá hrauninu sem er að brjóta sér leið niður Gígjökul.

mila4mai.jpg


mbl.is Kolsvartur mökkur frá gosinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband