Bjarni Vafningur - Þór Saari og Sigmundur -Nei takk kærlega!

Hræsni stjórnarandstöðunnar birtist í ýmsu formi þessa dagana.  Bjarni vafningur hefur ítrekað grenjað eins og vatnsgreiddur stuttbuxnastrákur og heimtað samráð og samstarf.  Nú, þegar honum hefur verið boðið það þá fer hann í fýlu af því það er ekki gengið strax að öllum hans tillögum á fyrsta "samráðs"fundi!  

Ég spyr núna, HVENÆR HEFUR RÍKISSTJÓRN UNDIR FORYSTU SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS LJÁÐ MÁLS Á ÞVÍ AÐ EIGA SAMRÁÐ SVIÐ STJÓRNARANDSTÖÐU ?  SVARIÐ ER :  ALDREI!

Þór Saari er nú búinn að væla út í eitt síðan hann náði að príla yfir þröskuldinn á Alþingishúsinu (þurfti hann tröppur?), allt ómögulegt, allt að fara til andskotans, allir vondir við hann, allir að trampa oná honum- held hann þurfi hreinlega á jónu að halda, bara spjalla við Birgittu, hún reddar því örugglega.  Sigmundur Davíð hefur haft heldur hægt um sig eftir að Indefence þáði hin glæsilegu Landsbankaverðlaun í boði sem Kjartan Magnússon hélt þeim til heiðurs.  Eða er hann kannski búinn að vera úti í Noregi að leita að 2000 milljörðum ?

Ríkisstjórnin tók við eftir 18 ára rán og nauðgun sjálfstæðisflokks og framsóknarflokks á þjóðinni.  Við sitjum uppi með hrunið efnahagskerfi, sægreifa sem soguðu til sín auðlyndum þjóðarinnar, bankakerfið var afhent glæpamönnum og þessir aðilar rændu þjóðina með dyggum stuðningi pólitíkusa úr þessum flokkum. 

Að staðan skuli vera þannig í dag að atvinnuleysi er aðeins 7-8% en ekki 15-20% og að hér skuli almennt hafa tekist að halda lífinu í þjóðinni er í raun kraftaverk miðað við viðskilnað sjálfstæðisflokksins.   - já vel á minnst, FYRIR ÞANN FLOKK SITJA ENN Á ÞINGI STYRKÞEGAR, KÚLULÁNAÞEGAR, ÞJÓFAR OG SKATTSVIKARAR.  Viljum við hleypa þessum "flokki" sem ég vil nú frekar kalla skipulögð glæpasamtök að stjórn landsins ?   Ég svara fyrir mig. NEI TAKK!


mbl.is Jóhanna: sit út kjörtímabilið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Ríkisstjórn Jóhönnu er mesta lyga stjórn sem uppi hefur verið það ætti að handtaka hana og Steingrím fyrir landráð og hengja þau í hæsta gálga.

Steinar Immanúel Sörensson, 4.11.2010 kl. 01:28

2 Smámynd: Óskar

Ert þú ekki Öryrki Steinar ?  Mig minnir að þú hafir nú verið að láta alþjóð vita af því einhversstaðar.  Heldur þú að öryrkjar hefðu það betra í dag ef sjálfstæðisflokkurinn væri við völd ?  ...p.s.  hvernig gengur í Retire Quikly ? 

Óskar, 4.11.2010 kl. 01:31

3 identicon

Komið þið sælir; Nafni - Steinar Immanúel - sem aðrir, hér á síðu !

Nafni minn !

Ég tek undir; hvert EINASTA orð Steinars Immanúels.

Hann nefndi aldrei; ''Sjálfstæðisflokkinn'', né aðra skemmdarvarga, af því sauða húsinu. Það voru; þín orð, nafni minn góður.

Og; hvað kemur það málinu við, hvort Steinar sé Öryrki - Rafvirki; eða þá annar irki, nafni minn ?

Farðu svo, að kasta flokka hollustunni, Nafni minn kær !

Með byltingar kveðjum; góðum /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 02:14

4 identicon

Ekki veit ég hvort Steinar er öryrki eður ei. Því síður veit ég hvort hann er það af fúsum  og frjálsum vilja eins og Óskar ýjar að, þó ég eigi nú fremur erfitt með að trúa að nokkur kjósi sér þá stöðu sjálfviljugur. En af því að hann (Óskar) spyr nú af því hvort öryrkinn hefði það nokkuð betra í dag ef aðrir væru við stjórn þá finn ég mig knúna til svara. Já, það held ég hljóti að vera og trú mín á mannkynið er enn það mikil að ég vil vil vona að svo sé. Ég vil trúa því í lengstu lög að enginn á Íslandi eigi að hljóta þau örlög að þurfa finna til hungurs eða búa við kulda í dag. Við vorum búin með þann pakka sem betur fer og skömm eina skal sú stjórn fá sem líður það að nokkur skuli þurfa að sætta sig við því um líkt nú til dags. Skömm eina skal sú stjórn fá sem líður það að taka hagsmuni fjármagnseigenda fram fyrir vellíðan einstaklinga í þessu landi. Þið stjórn sem hræðist að fæla þá sem eiga peningana eruð þar með að láta múta ykkur og við vitum öll hvernig litið er á þannig stjórnir í alþjóðasamfélagi. Megi þið sjá að ykkur ellegar segja af ykkur. 

assa (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 02:22

5 identicon

Afskaplega góður pistill hjá Óskari.

Auðvitað liggur vandinn í því að íhaldið er búið að rústa hér öllu í 18 ár og í raun hefur þetta lið farið ránshendi um þjóðfélagið.

Doddi (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 07:12

6 identicon

Persónulýsingar á Þór Sorrí og Bjarna Vafningi eru líka snjallar.

Ég lít á þingmenn Sjálfstæðisflokks sem samsafn af þjófum og glæpamönnum.

Nú hefur Hreyfingin bæst við sem fullkomnir heimskingjar og í raun hættulegt lið. Þau eru að krefjast þess að þingið verði sett af og við taki utanþingsstjórn. Þetta er í raun afnám lýðræðis samkvæmt hugmyndafræði fasista.

Doddi (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 07:23

7 identicon

Sælir nafni (eða nafnar:))

Eigum við að ekki að gefa okkur að menn hafi lært eitthvað á þessu hruni sem sem á sér enga hliðstæðu og geri ekki sömu mistökin tvisar:)

En það er vitað að vinstri stefna hefur aldrey virkað og mun ekki virka miðað við það sem þetta lið er að sýna okkur í dag.

Svo jú xd er mun færari í að skapa hér velmegun heldur en komarnir.

Óskar (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 10:36

8 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Geta flokksáhangendur ekki skilið það að flokksræðið - hvað sem fjárans flokkurinn heitir - er einmitt það sem er að eyðileggja landið?

Hér ríkir neyð og fólk gargar, hægri, vinstri, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking.......

Eru allir búnir að gleyma einstaklingnum? Fólki með sjálfstæða hugsun? Fólki sem þorir að breyta? Fólki sem tilheyrir ekki trúarbrögðum gamallar pólitíkur sem er úr sér gengin með öllu?

Greinilega ekki samkvæmt þessum pistli.......

Flokkræði burt, þar með klíkur og klíkuskap. Sama hvað fjárans flokkurinn heitir!

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 4.11.2010 kl. 11:22

9 Smámynd: Óskar

Gaman að heyra frá þér nafni, Óskar Helgi -við erum einu sinni sem oftar ósammála og ekkert nema gott um það segja :),,, ég er nú ekki flokkshollari en það að ég hef aldrei kosið samfylkinguna ef þú átt við það, - Ég var ekki að ljóstra upp neinu leyndarmáli með því að nefna að Steinar væri Öryrki.  - og alls ekki kannast ég við það að hafa verið að ýja að því að hann hafi valið sér það sjálfur eins og  Assa segir.  Ef hún á við það að ég nefni "Retire Quickly" þá veit Steinar vel hvað ég er að tala um,,,óþarfi og langt mál að útskýra það fyrir öðrum!

Sveinn Páls-  algjörlega sammála þér með þingmenn sjalla, já og hreyfinguna.  Þetta eru hræsnarar og afætur á þjóðfélaginu.

Óskar nafni kl. 10 36 - ef þú vilt koma xd aftur til valda þá get ég nú ekki séð að þú hafir lært mikið af hruninu.  Á þingi fyrir sjalla situr enn allt gamla spillingarpakkið.  Það mætti kannski gefa þeim séns ef þeir hefðu tekið til hjá sér en það hafa þeir sko ekki gert.

Lísa Björk, held að allir vildu sjá uppstokkun í flokkakerfinu en okkar lýðræði byggist á flokkakerfi og því verður ekkert hent út á einni nóttu.  Svona er þetta í öllum lýðræðisríkjum og það hefur enginn getað bent á betra fyrirkomulag vilji fólk lýðræði á annað borð.

Óskar, 4.11.2010 kl. 11:36

10 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Sæll Óskar, jú mikið er það rétt að ég er Öryrki eftir langvarandi veikindi, þar sem m.a. mikil mælanleg röskun hefur orðið á Hormóna og Boðefnakerfinu hjá mér.

Það er ekki séns að ég vilji sjá Sjálfstæðismenn við völd, og heldur ekki það pakk sem nú hefur svikið okkur, ég ýtti vel á Össur Skarphéðinsson hér fyrir 2 árum að vinna að þvi að komsast í stjórn með VG, í stað Sjálfstæðismanna, þvi miður hafa þau loforð sem núverandi ráðamenn gáfu þjóðinni verið svikin og er það ekkert öðruvísi í mínum huga en þegar maður kaupir gallaða vöru þá skilar maður henni.

Óskar varðandi Retire Quickly þá hætti það fyrirtæki fyrir mörgum árum síðan, skilst að það hafi verið eftir einhverja misnotkun greiðslukorta í Rússlandi, er þó ekki viss. Reyndar ákvað ég einnig þá að ef það myndi ekki ganga upp þá skildi ég einfaldega aldrei koma nálægt fjölþrepamarkaðskerfum aftur, og við það hef ég staðið.

 Eitthvað fleira Óskar minn. ?

Steinar Immanúel Sörensson, 4.11.2010 kl. 11:53

11 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Eitt enn Óskar - barátta mín fyrir réttlæti snýst ekki um það hvort ég hafði það eitthvað betra, hún snýst um það að hér verði hægt að bjóða börnunum mínum 5. upp á framtíð á Íslandi.

Með stjórnvöld sem haga sér eins og núverandi stjórnvöld gera og Sjálfstæðis flokkur og Samfylking gerðu þá lítur það ekki vel út.

Steinar Immanúel Sörensson, 4.11.2010 kl. 11:56

12 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Komið þið sæl hér er mafía allt að drepa sem fjórflokkurinn ver með kjafti og klóm við sitjum eftir  og þurfum að borga óráðsíu og spillingu síðustu áratuga! Við köllum eftir breytingu í kerfinu því að núverandi kerfi virkar ekki það er ljóst hverjum sem eitthvað vit hefur! Lifi byltingin endurvekum lýðræðið niður með flokksræðið!

Sigurður Haraldsson, 4.11.2010 kl. 12:06

13 Smámynd: Óskar

Steinar vandamálið er ekki það að stjórnvöld vilji ekkert gera, vandamálið er frekar það að þau geta ekkert gert.  Landið er basicly á hausnum, skuldar 130% af vergri þjóðarframleiðslu og er algjörlega upp á aðila eins og AGS komið.   ..alltaf fyndið þegar menn vilja ólmir sparka AGS úr landi, en geta  svo ekki útskýrt hvernig á að fjármagna hér dæmið þannig að við fáum inn allra brýnustu lífsnauðsynjar og getum haldið uppi einhverju atvinnustigi. - enda vill engin þjóð lána okkur nema það sé gert í gegnum AGS prógramm. Hversvegna skildi það nú vera ?    J'u vegna þess að erlendir aðilar töpuðu 8000 milljjörðum á hruninu hér.  EF það er búið að ræna þig, mundir þú þá lána ræningjanum meira ?

Þetta er vandinn sem stjórnvöld glíma við.  Auðvitað má samt gera betur á sumum sviðum, þessar afskriftir til auðmanna eru óþolandi og að liðið sem setti okkur á hausinn valsi enn inn og útúr landinu með þýfið er óskiljanlegt.

Bylting eins og sumir þverhausar garga á, og orðfæri eins og að hengja fólk sem þó er að reyna að gera sitt besta til að koma okkur uppúr þessu er ekki líklegt til að skila árangri.

Óskar, 4.11.2010 kl. 12:51

14 identicon

Komið þið sæl, að nýju !

Nafni minn; Haraldsson, síðuhafi !

Þarna; ertu kominn í alvarlega mótsögn, við sjálfan þig í andsvari þínu (nr. 13) til Steinars Immanúels.

Þú beinlínis; skrökvar að honum - og okkur hinum, því,, Jóhanna og Steingrímur, eru búin að moka tugum / ef ekki, hundruðum Milljarða króna, í gæðinga sveitir sínar - í fjármálakerfinu, sem víðar, ágæti drengur, á sama tíma, og þessi óhræsi þykjast ekki hafa krónu, til að rétta hlut þeirra, sem hlunnfarin hafa verið, meðal almúgans.

Hafa skal það, sem sannara reynist, viljir þú marktækur vera, Nafni minn góður; þér, að segja.

Um gaspur Sveins Rosenkranz Pálssonar, þarf nú ekki, að hafa mörg orð. Hann gengi eld - sem brennistein, fyrir Stjórnarráðs hyskið, gott fólk !

Með byltingar kveðjum hvössum; af vestanverðu Suðurlandi /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 14:59

15 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ég get verið sammála því að flokkspólitíkin verði ekki upprætt á einni nóttu. En það má vel hefjast handa við að breyta henni. Þar er t.d. ný stjórnarskrá eitt aðalvopnið. Þar má koma í veg fyrir alls kyns klíkuskap og almætti stjórnmálaflokkanna svo dæmi sé tekið.

Síðan mundi ég mæla með persónukjöri þvert á flokka. Þá getur fólk valið hæfasta einstaklinginn innan flokks (án þess að þurfa að vera skráður í stjórnmálaaflið og taka þátt í "kjósa fólk í sæti innan listans"). Ég er viss um að í flestum flokkum leynast hæfir einstaklingar - svo lengi sem þeir MEGA hugsa sjálfstætt og taka sjálfstæðar ákvarðanir.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 4.11.2010 kl. 23:17

16 identicon

Komið þið sæl, sem fyrr !

Lísa Björk !

Ég vil taka undir margt, sem þú segir, en lýðræðis kjaftæðið svonenfnda, er löngu gengið sér, til húðar. Héðan í frá; þurfum við, sterka menn (3 - 18) til þess að stýra, okkar ört minnkandi samfélagi, fornvinkona góð.

Með; þeim sömu kveðjum, sem fyrri /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband