Heykvíslahjörðin rekur upp harmakvein

Það er kostulegt að lesa viðbrögð heykvíslahjarðarinnar við þessari frétt.  Fyrirsagnir eins og "landstómur blablabla" , "þjóðin borgar ekki",  "vonandi tefst það" eru dæmigerðar fyrir þessa hjörð sem er fyrirmunað að skilja að tafir á þessu máli hafa þegar kostað þjóðina dýpri kreppu, lengri gjaldeyrishöft, meiri landflótta og álitshnekki í alþjóðlegu viðskiptalífi til langframa , nokkuð sem þjóðin mátti tæplega við eftir "afrek" nýfrjálshyggjunnar hér undanfarin ár.

Nú liggur víst á borðinu samningur sem er okkur mjög hagstæður og alveg ljóst að hagstæðari kjör munu ekki bjóðast með samningaleiðinni.   Heykvíslahjörðin vill dómstólaleiðina sem AUÐVELDLEGA GÆTI ENDAÐ ÞANNIG AÐ ÍSLENDINGUM BERI AÐ GREIÐA MIKLU MEIRA EN ÞESSIR SAMNINGAR KVEÐA Á UM.  Þetta pakk sem ég kalla svo, landeyður, lýðskrumarar og vesalingar vilja taka stórkostlega áhættu með framtíði þjóðarinnar frekar en að klára málið með samningi sem er þess eðlis að hámarksgreiðsla Íslands verður 50 milljarðar á löngu tímabili sem mun ekki á nokkurn hátt vera erfitt að borga af, OG JAFNVEL MÖGULEIKI AÐ EKKI FALLI EIN EINASTA KRÓNA Á ÍSLAND EF HEIMTUR VERÐA GÓÐAR ÚR ÞROTABÚI LANDSBANKANS OG REYNDAR ER ÝMISLEGT SEM BENDIR TIL ÞESS.  NEI HEYKVÍSLAHJÖRÐIN VILL FREKAR TAKA SÉNSINN Á AÐ RÚSTA ENDANLEGA FJÁRHAGSLEGRI FRAMTÍÐ ÞJÓÐARINNAR.  Ef orðið "Landráðahyski" á einhverntímann við, þá er það núna.


mbl.is Niðurstaða vonandi í vikunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Afhverju lækkaði það?

Helga Kristjánsdóttir, 6.12.2010 kl. 23:30

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Óskar með fullri virðingu fyrir þér þá er alveg ótrúlegur orðafluttningur hjá þér.

Bara þessi orð "mjög hagstæður og hagstæðari verður það ekki" er endurtekið efni, það er kannski að koma betur og betur í ljós hversu ARFAVITLAUS  þessi ákvarðana taka Ríkisstjórnarinnar að bjarga fjármagnsgeiranum var....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 6.12.2010 kl. 23:59

3 Smámynd: Óskar

arfavitlaus ákvarðanataka að bjarga fjármagnsgeiranum ?  Hvað í ósköpunumn áttu við  ?  Fóru ekki allir bankarnir á hausinn ? ..það að auki var það síðasta ríkisstjórn sem setti á neyðarlögun sem voru sett til þess að bjarga því sem bjargað varð þó svo hluti af þeim hafi verið mjög vanhugsaðar aðgerðri, t.d. að tryggja innistæður í bönkum hér en ekki erlendis.  Einmitt það gerir það að verkum að  málið mundi tapast fyrir dómstólum með skelfilegum afleiðingum fyrir þjóðina.   ...En heykvíslahjörðin getur ekki skilið þetta enda meðalgreindin hjá þessu fólki sennilega lægri en hjá simpönsum.

Óskar, 7.12.2010 kl. 01:19

4 identicon

Heyr heyr einsog mælt úr mínum munna Óskar.Þetta er nákvæmlega svona og það vita Bullurnar í Stjórnarandstöðu enda hefðu þeir aldrei sett mann í samninganefndina ef þeir hefðu trú á dómstólum.En við verðum að muna ÞAÐ GLYMUR HÆST Í TÓMRI TUNNU

JS (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband