Klaufagang ekki bjargað með klúðri

Í minum huga eru það mistök að draga tillöguna til baka. Yfirdrifin viðbrögð Gyðinga sýna einmitt að það var þörf á henni.  Nú eru menn hræddir við einhverjar krónur og aura, missa einhvern bisness.  Ekki er drullað yfir ríkisstjórnina fyrir viðskiptabann Rússa sem líklega kostar okkur 40 milljarða.

Upphaflega tillagan var að því leyti klaufaleg að vera sett fram í tengslum við brotthvarf eins borgarfulltrúa úr pólitík, að öðru leyti var hún bara fín.  Ef það kostar að styðja mannréttindi þá verður bara svo að vera. Að draga tillöguna til baka lýsir gunguskap.  Dagur og félagar væru menn að meiru að standa með tillögunni.

Að meðaltali drepa Ísraelskir hermenn barn á herteknu svæðunum 3ja hvern dag.  Ísraelar drápu yfir 2000 óbreytta borgara á Gasa í fyrrasumar.  Ég persónulega hef lítinn áhuga á því að borgin mín eigi einhver viðskipti við lið sem hagar sér svona.

Menn hafa kallað tillöguna Gyðingahatur!!  Það er nú bara broslegt.  Ef við mótmælum t.d. mannréttindabrotum í Kína, lýsir það þá hatri á Asíukynstofni?  Þeir sem halda þvi fram að mótmæli við framferði Ísraelsstjórnar séu Gyðingahatur eru nú ekki alveg björtustu perurnar.


mbl.is Samþykktu að draga tillöguna til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jú við skulum kalla hlutina sínum réttu nöfnum.  Þetta er gyðingahatur.  Ekkert broslegt við það satt að segja.  

http://eyjan.pressan.is/frettir/2015/09/15/kjartan-dagur-laetur-ekki-vidtaek-mannrettindabrot-i-kina-stodva-sig/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.9.2015 kl. 09:06

2 Smámynd: Óskar

Eins og ég segi , sá sem segir að gagnrýni á framferði Ísraelshers á herteknu svæðunum vera Gyðingahatur á eitthvað verulega bágt.  Meiraðsegja mörgum Gyðingum ofbýður villimennskan.

Óskar, 23.9.2015 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband