13.1.2010 | 04:08
Enn dregur Bjarni nýjan miða upp úr hattinum
Bjarni Ben virðist byrja alla daga á því að draga miða upp úr hatti sem segir honum hvaða skoðun hann eigi að hafa á Icesave þann daginn. Fyrir aðeins örfáum dögum sagði hann að niðurstaða Icesave kosningu hefði ekkert með ríkisstjórnina að gera, og viti menn - nú skiptir hann um skoðun!
þessi rugludallur virðist vera gjörsamlega ómarktækur og maður hálf vorkennir sjálfstæðisfólk að hafa mann sem skiptir um skoðanir oftar en nærbrækur fyrir formann.
Í öllu þessu sambandi er rétt og skilt að halda því til streytu að ríkisstjórn undir forystu sjálfstæðisflokksins SAMDI við Breta og Hollendinga í nóvember 2008 og lagði línurnar um hvernig samningurinn ætti að vera. Þá var reyndar talað um 7,3% vexti og byrja að borga strax! Undir þetta skrifað Árni Matthiessen fjármálaráðherra SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS.
Nú segja sjálfstæðismenn gjarnan að þetta hafi "bara verið minnisblað". En semsagt ef þetta var "bara" minnisblað sem ekkert þarf að taka mark á , er þá yfirhöfuð nokkuð að marka það sem sjálfstæðisflokkurinn skrifar undir? Núverandi ríkisstjórn er bundin á höndum og fótum útaf þessum gjörningi SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS og það sem meira er SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN GAF SÍNUM MÖNNUM LANDSBANKANN, BANKINN VAR REKINN AF SJÁLFSTÆÐISMÖNNUM, ÞAR Á MEÐAL FRAMKVÆMDASTJÓRA FLOKKSINS OG ICESAVE ER ÞVÍ SKILGETIÐ AFKVÆMI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Í ALLA ÆTTLIÐI. En ,,flokkurinn er saklaus, þvælist fyrir þeim sem reyna að leysa málið og hræsnin nær auðvitað ALGJÖRU HÁMARKI ÞEGAR FORMAÐUR FLOKKSINS NOTAR ÞETTA MÁL HVAÐ EFTIR ANNAÐ TIL AÐ REYNA AÐ KOMAST TIL VALDA. MANNI VERÐUR FLÖGURT Á AÐ HUGSA UM ÞENNAN FLOKK OG VIÐBJÓÐINN SEM HANN HEFUR DÆLT YFIR ÞJÓÐINA SÍÐUSTU ÁR.
Bjarni: Snýst um líf ríkisstjórnarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú ert ekki einn um það Óskar láng flestir sem ég ræði við vilja ekki Sjálfstæðisófreskuna aftur til valda ekki heldur mótflokkarnir og um leið skiptir ekki máli hvað það kostar bara að geta stjórnað og drottnað með öllu því klúðri sem hægt er. Fjórflokksstefnan virkar ekki við verðum að fá nýtt stjórnkerfi það kerfi sem við höfum er gegnum sýrt og spillt.
Sigurður Haraldsson, 13.1.2010 kl. 14:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.