13.2.2010 | 00:35
Nú verður fjör!
Þessi dómur á eftir að valda gífurlegu umróti og kannski engin tilviljun að hann er birtur á föstudagskvöldi. Bankarnir og stjórnvöld hafa þá helgina til að bregðast við en það er ljóst að með þessum dómi er verið að stilla bönkum og stjórnvöldum upp við vegg - annaðhvort ógildið þið myntkörfulánin eða þið hafið verra af! Nú mun fólk hætta að borga af þessum lánum. Reyndar átti að stöðva þessa vitleysu strax í kjölfar hrunsins, það er grimmilegt, fáránlegt og viðbjóðslegt að almenningur sé látinn borga þessi lán með stökkbreyttum höfuðstól, sem voru að mestu afskrfuð á milli bankanna þegar þeir nýju voru stofnaðir.
Gengislánin dæmd óheimil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.