Stjórnarandstaðan ætlar að tefja málið og kæfa endurreisn efnahagslífsins

Við höfum þegar séð vinnubrög þessara manna.  Það er alveg nákvæmlega sama hvaða tillögur eru bornar undir þá, þeir ætla sér ekki að semja.  Í einu orðinu segja þeir Bjarni og Sigmundur "við stöndum við okkar skuldbindingar" en í því næsta hafna þeir öllu og koma sjálfir með tillögur sem þeir vita ósköp vel að viðsemjendur okkar gætu aldrei gengið að. 

Þeir vita sem er að  hver dagur sem þetta mál tefst grefst undan efnahag þjóðarinnar og einnig ríkisstjórninni.   Þessir landráðamenn vilja komast til valda svo hægt sé að fela viðbjóðslega slóð þeirra flokka í hruninu.  Það er það eina sem vakir fyrir þeim JÁ ÞAÐ EINA.

Í stöðunni er aðeins tvennt fyrir ríkisstjórnina að gera.  Henda þessum fáráðlingum útúr samninganefndinn og klára málið.  Ef forsetinn fer á vinsældarveiðar aftur þá verður stjórnin að fara frá og þá fáum við að sjá hvað ihalds og framsóknarhyskið hefur uppi í erminni, sem er ekki neitt nema að komast að kjötkötlunum.

Hinn möguleikinn er að stjórnin fari frá strax og leyfi Bjarna og Sigmundi að spreita sig á ástandi sem þeir hafa kallað sjálfir kallað yfir þjóðina.  Verði það niðurstaðan bíður þessarar þjóðar hörmungatímar.


mbl.is Fundur formannanna hafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óskar þú ert nú ekki vel með á nótunum sbr. skrif þín um stjórnarandstöðuna hér að ofan. Staðreyndin sem enginn getur neitað er sú að með þrautsegju sinni hafa þeir Sigmundur og Bjarni náð því fram að nú er komið fram nýtt tilboð frá viðsemjendum okkar sem eitt og sér mundi spara öllum heimilum í landinu milljónir. Var það SJS eða Jóhanna sem náðu þessu fram ? Nei þau vildu lúta í gras fyrir ofstopa Hollendinga og Breta. Við getum enn náð betri samningum ef við látum Sigmund, Bjarna og Birgittu ráða för en ekki uppgefið og huglaust fólk eins og SJS og Indriða.

Heiða (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 18:59

2 Smámynd: Óskar

Heiða gerir þú þér grein fyrir að tafir þessa máls kosta þjóðina tugi milljarða á mánuði?

Óskar, 21.2.2010 kl. 19:05

3 Smámynd: Jón Sveinsson

það er ekkert að tefja þeir sem semja um að íslendingar eigi að borga eina einustu krónu eru þjóðníðingar og skiptir ekki hvar í flokki þeir eru því þjóðin á ekki að borga skuldir þjófa útrásarinnar sem er alt í kringum þennan sora, og Þjóðinni til til heilla er að segja nei nei og aftur nei, (VIÐ BORGUM EKKI SKULDIR ÓREIÐUMANNA.)

Jón Sveinsson, 21.2.2010 kl. 19:16

4 Smámynd: Óskar

Kæri Jón Sveinsson- þú ert nú þegar að borga niður skuldir sem þú stofnaðir ekki til með sköttunum þínum.  Heldur þú að þú munir einhverntímann keyra Héðinsfjarðargöngin?  Er eitthvað réttlæti í því að þeir sem aldrei keyra þau þurfi að borga þau?

Ef þú heldur að það sé mér og öðrum eitthvað gleðiefni að borga skuldir sem sjálfstæðisflokkurinn stofnaði til hér (Icesave er skilgetið afkvæmi þessa glæpaflokks í alla ættliði) þá er það misskilningur.  

Ég vil hinsvegar frekar að þjóðin standi við skuldbindingar sínar á alþjóðavettvangi þó það kosti heldur en verða útskúfuð úr alþjóðasamfélaginu efnahagslega, einangruð og vinalaus.  Þeir sem eru að berjast fyrir slíku eru hinir einu sönnu landráðamenn.  Heimska og þjóðremba er að far með þessa þjóð til andskotans því miður.

Óskar, 21.2.2010 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband