Góða ferð - komið helst ekki aftur

Þessi félagsskapur sem samanstendur aðallega af flokksbundnum framsóknarmönnum á stóran þátt í því að hér er enn allt í hers höndum útaf Icesave málinu.  Það er búið að benda á að tafir málsins kosta þjóðina tugi milljarða á mánuði en því miður virðist fólk ekki skilja það.  Jafnvel þó ástandið blasi við , 9% atvinnuleysi, skuldatryggingaálag ríkissjóðs 10* hærra en hjá öðrum vestrænum þjóðum, lánshæfismatið í ruslflokki og björgunarpakki AGS á hold.

Takk stjórnarandstaða, forseti og indefence fyrir að viðhalda kreppunni hér.  Áróður frá þessu liði hefur dunið á þjóðinni síðustu mánuði og því lítur út fyrir að meirihluti landsmanna líti bara jákvætt á að kreppunni verði viðhaldið og þjóðin einangrist á alþjóðavettvangi til langframa.

Sérstaklega er vert að taka fram hver þáttur sjálfstæðisflokksin er.  Icesave er skilgetið afkvæmi þessara ræningjasamtaka í alla ættliði,  FLokkurinn nánast gaf flokkshollum glæpamönnum bankann, hann var rekinn m.a. af framkvæmdastjóra FLokksins fleiri flokkshollum ræningjum sem komu svo Icesave óskapnaðinum á þjóðina.  Nú er einn Icesave höfundurinn sestur á þing og þið megið geta fyrir hvaða flokk.  

Eðlilegast væri bara að senda Icesave reikninginn í Valhöll og splitta honum á FLokkinn og kjósendur hans.  Ef einhverjir Íslendingar bera með réttu ábyrgð á þessu fyrir utan Landsbankahyskið þá eru það kjósendur FLokksins því þeir gáfu þessu hyski umboðið til að skuldsetja þjóðina.

 

 

 


mbl.is InDefence til Hollands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

skrýtið samt er til nægur peningur til að vinna við og fikta við ESB umsókn, og icesave óleyst??

 krónan er að styrkjast, þrátt fyrir icesave

verðbógan að hjaðna( nema fyrir utan steingrímsskattana)þrátt fyrirícesave

'oskar taktu hausinn úr sandinum og opnaðu bæði augun, Steingrímur og Jóhanna hafa gjörsamlega klúðrað þessu máli, og vertu ekki að kenna ópólitískum samtökum um ruglið??

siguróli kristjánsson (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 11:58

2 Smámynd: Einhver Ágúst

Vel mælt...

Einhver Ágúst, 25.2.2010 kl. 12:03

3 identicon

Ég held þú ættir að þakka fyrir að einhverjir kynni málstað og stöðu Íslendinga erlendis því gerir ríkisstjórnin það.

Gunnar (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 13:08

4 Smámynd: Einhver Ágúst

Já Gunnar, Ríkisstjórnin er eitthvað að rembast við það óháð hvað okkur finnst um það þá eru þau að reyna það, takk fyrir að benda á það.

Indefence eru framsóknarplebbar og tækifærissinnar skólaðir af Jakobi Frímanni miðborgastjóra.

Einhver Ágúst, 25.2.2010 kl. 13:22

5 Smámynd: Sigurður Eggert Halldóruson

Það er svo gífurleg firra að halda að allt væri betra ef við hefðum kvittað undir þennan kúgunarsamning.

Þú ættir frekar að vera þakklátur þessum herramönnum heldur en að benda út í loftið með flokksfingrum. Þetta hefur ekkert með stjórnmálaflokka að gera, heldur sanngjörn úrslit.

Sigurður Eggert Halldóruson, 25.2.2010 kl. 13:45

6 Smámynd: Guðmundur Friðrik Matthíasson

Alveg rétt Sanngjörn úrslit Sigurður ég seigi NEI Icesave

Guðmundur Friðrik Matthíasson, 25.2.2010 kl. 15:15

7 identicon

Ég er orðlaus nafni!!!að þú skulir tala niður til þeirra manna sem eru að reyna að fá viðhorfsbreittingu í okkar garð erlendis, svona hópur átti ríkistjórnin að gera út frá degi eitt. Ég hef ekki skynjað annað en að það sé þverpólitísk samstaða gegn Icesave (mínus margir í samfylkingunni) og það er að bera árangur?

Hvað hvatir eru að baki svona málfluttningi?????

Óskar (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 17:04

8 Smámynd: Óskar

Nafni vegna "viðhorfsbreytinga" tilrauna Indefence þá er þetta að gerast: Kreppan lengist og dýpkar vegna þrjósku og heimsku stjórnarandstöðunnar, forsetans og indefence.  Við þökkum þessum aðilum kærlega fyrir aukið atvinnuleysi, meiri samdrátt, lægra gengi krónunnar, framlengingu á gjaldeyrishöftum, rusllánsmati ríkissjóðs, skuldatryggingaálagi 10* hærra en hjá öðrum þjóðum og lengri kreppu.  Takk kærlega fyrir að setja okkur í þessa stöðu fyrir skuld sem er talin nema um 7-14% af heildarskuldum þjóðarinnar.

Óskar, 25.2.2010 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband