Enn verður heykvíslahjörð bloggíhaldsins að athlægi

Ekki annað hægt en að skella uppúr þegar maður sér viðbrögðin við þessari frétt.  Páfagaukar íhaldsins öskra hver í kapp við annan "landráð" og eitthvað þaðan af verra.  Auðvitað er algjörlega rökrétt að hundsa þessa kosningu því það er í raun ekki verið að kjósa um nokkurn skapaðan hlut.  Jú um samning sem er úreltur einfaldlega vegna þess að annar betri liggur á borðinu! 

Margir hafa sett upp sína eigin túlkun á kjörseðlinum alveg burtséð frá því hvað stendur á honum.  Sumir virðast halda að verið sé að kjósa um ríkisábyrgðir almennt hvernig í ósköpunum sem þeir fá það út.  Það stendur víst ekkert um það á kjörseðlinum.


mbl.is Steingrímur: Ólíklegt að ég kjósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Hvernig væri nú að þú færir að fara með rétt mál hérna Óskar - svona til tilbreytingar einu sinni:

Fyrir það fyrsta þá liggur ekki fyrir betri samningur - það liggur fyrir betra tilboð frá Bretum og Hollendingum, sem við Íslendingar samþykkjum EKKI !!  Reyndu að skilja þetta einu sinni.

Í annan stað þá eru 85% þjóðarinnar ekki stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins.  Þau 15% sem ætla að segja JÁ, eru miklum mun færri en þeir sem hafa stutt SF og VG fram til þessa.  Þess vegna eru mjög margir stuðningsmenn SF og VG sem eru á móti þessu rugli.

Samningur verður ekki til fyrr en báðir samningsaðilar hafa samþykkt hann.  Þess vegna er þetta einungis tilboð - reyndar óásættanlegt tilboð fyrir íslenzku þjóðina.

Gangi þér svo vel á kjörstað á morgun !!!

Sigurður Sigurðsson, 5.3.2010 kl. 12:37

2 Smámynd: Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir

Óskar minn. Fyrir hvern gellur þú og hvað hefur þitt fólk gert í rúmt ár til að koma fólki út úr þessum vandræðum. Það er lýsandi fyrir þig og þitt fólk að finnast Icesafe ekki vera neitt merkilegt og ekki þess vert að kjósa um. Þú sérð kannski þegar búið er að telja hvað þið eruð mörg (fá) sem hugsið eins, sem betur fer.  VAKNAÐU MAÐUR OG VEKTU GRÝLU OG LEPPALÚÐA Í LEIÐINNI

Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, 5.3.2010 kl. 12:40

3 Smámynd: Páll Eyþór Jóhannsson

Aldrei hef ég verið íhaldsmaður en ég er íslendingur sem vil nota mitt vopn sem er kosningaréttur minn.Hvað ef samningurinn verður samþykktur?

Páll Eyþór Jóhannsson, 5.3.2010 kl. 12:53

4 Smámynd: Óskar

ég er mjög þolinmóður gagnvart gagnrýnum kommentum á mínu bloggi en sætti mig ekki alveg við nákvæmlega allt.  þessvegna neyðist ég til að eyða hérna örfáum ummælum og bið fólk vinsamlegast um að hafa smá hemil á sér þó það hafi skoðanir.   Það er ekkert að því að vera ósammála mér það eru takmörk fyrir hvaða orðbragð maður lætur yfir sig ganga.

Óskar, 5.3.2010 kl. 13:10

5 Smámynd: Óskar

Sigurður- það er rétt hjá þér að þetta er samningstilboð en það er BETRA en samningurinn sem verið er að kjósa um og því er kosningin algjörlega marklaus og út í loftið.  Ég læt ekki Bjarna vafning og co hafa mig að fífli og nota daginn á morgunn í eitthvað uppbyggilegra en að þóknast honum.

Vilhjálmur Bjarnason - ég kaus hvorki VG eða Samfylkinguna síðast og hef reyndar aldrei gert.  Ég vil hinsvegar leysa þetta icesave mál því töfin nú þegar hefur kostað þjóðina miklu meira en höfuðstóllinn er.

Páll,, auðvitað verður samningurinn aldrei samþykktur.  Það er ekki hægt að samþykkja hann þegar annað og betra tilboð liggur á borðinu.  Það er búið að taka út annan valmöguleikann sem gerir kosninguna því ómarktæka.  

Óskar, 5.3.2010 kl. 13:25

6 Smámynd: Auðun Gíslason

Einsog að mæta á tónleika, sem búið er að aflýsa!

Þjóðrembu-ofstækismenn leika á alls oddi!  Minnir á 4. áratug síðustu aldar!

Hæ!  Lilli!

Auðun Gíslason, 5.3.2010 kl. 13:28

7 Smámynd: Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir

Takk fyrir svarið Óskar. Alveg sammála þér með það að fólk verður að hemja sig þó það sé ekki sammála. Allar umræður eru af hinu góða ef þær eru málefnalegar. Kosningin á alveg rétt á sér því það er búið að vísa þessu máli til þjóðarinnar og það þarf að svara já eða nei. Óundirritað tilboð er alls ekki það sama og samningur og verður aldrei.

Ég hefði samt gaman af því að sjá útreikninga þín yfir kostnaðinn, þ.e. þegar þú segir að kostnaðurinn sé miklu meiri en höfuðstóllinn. Hvet þig til að birta niðurstöðurnar hér sem fyrst, hlakka til að sjá þær.

Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, 5.3.2010 kl. 13:43

8 Smámynd: Björn Indriðason

Steingrímur og Jóhanna gefa þjóðinni puttan !

Björn Indriðason, 5.3.2010 kl. 14:48

9 identicon

Það er rétt hjá þér Óskar, við erum að kjósa um EKKERT !! Aðeins lög sett af ónýtri ríkisstjórn, sambandslausri, óvinsælli og umboðslausri.

Við göngum til kosninga vegna þess að völdin voru tekin af sandkassa-stjórninni og verið er að leiðrétta, stroka út, vitlaust svar hennar við dæminu.

Kannski eru það ekki landráð að spila virkilega illa af sér, en það er heimska að gráta gömlu höndina þegar nýju spilin eru mun betri !!

En hver er ég að reyna að tala um fyrir fólki sem sér Davíð í hverjum skugga og hvítþvær saur eigin flokks einungis sökum þess að listabókstafurinn er annar en D eða B... 

Vonandi kemur sá dagur að þið, vinstra liðið, sjáið sök ykkar flokks, sjáið að ALLIR  þessir flokkar voru leiðsögumenn þjóðarinnar á leiðinni fram af bjarginu !! Það er enginn flokkur saklaus !!!

P.S xD er einnig HANDÓNÝTUR FLOKKUR !!!

runar (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 20:26

10 Smámynd: Óskar

Sorrý Vilhjálmur.  Þarna fórstu aftur yfir strikið, ég var búinn að gefa þér séns og nú veðrur þú að finna aðrar bloggsíður til að blóta á.

Óskar, 6.3.2010 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband