Nú ? hvað varð um 2000 milljarðana sem framsókn ætlaði að redda ?

Lygamörðurinn Höskuldur og lýðskrumarinn sem er formaður hans voru vígreifir hér í haust og fullyrtu að Norðmenn ætluðu að lána okkur 2000 milljarða, það eina sem þyrfti að gera væri bara að taka upp símann!  Þeir gerðu sig náttúrulega að algjörum fíflum eins og oft vill verða þegar framsóknarmenn opna munninn en kanski meira en vanalega í þetta skiptið.

Það væri virkilega gaman ef Íslenskir blaðamenn hefðu meira en 3ja daga minni og tækju Sigmund aðeins á teppið útaf þessum 2000 milljörðum sem Norðmenn voru svo æstir í að lána okkur.  Að vísu er Sigmundur enn að fagna kosningaúrslitunum , einhvernveginn hefur honum tekist að túlka þau sem sérstakan sigur fyrir stjórnarandstöðuna.  Það tók að visu enginn eftir því að það hafi verið spurt á kjörseðlinum hvort stjórnin ætti að fara frá en sennilega hefur Sigmundur fengið nettan delerium tremens inn í kjörklefanum með þessum afleiðingum.  Það er alþekkt að sjónin vill fara úr skorðum við slíkar aðstæður.

En btw. afstaða Norðmanna er mjög skiljanleg.  Hér hefur þjóð gert sig að athlægi í augum umheimsins með gjörsamlega fáránlegri kosningu sem fæstir skildu um hvað snérist enda er búið að túlka úrslitin á allavega 10 mismunandi vegu í dag ef ekki meira.  þessi þjóð virðist engan áhuga hafa á því að standa við skuldbindingar sínar og þarf því ekkert að vera hissa á því að aðrar þjóðir eru tregar til að veita slíkum þjóðrembum og frekjudósum einhverja aðstoð.


mbl.is Ekki frekari lán til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Merkilegt nokk, þá segir vinur minn mér frá Svíþjóð að þar í landi hafi fréttir frá Íslandi snúist mikið um að forsætisráðherrann íslenski skyldi ekki taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Þar virtust menn afar hissa á afstöðu valdstjórnarinnar (fréttamenn og fólkið á götunni) og þennan sama þráð má merkja víðar.

Hins vegar er annað hljóð í skrokki valdherranna enda virðast þeir ekki tala máli þegna sinna, ekki ósvipað og hér er. Þar á bæ slá menn skjaldborgir utan um sín tengsl og að því er virðist alþjóðlegt bankakerfi, sem skattborgurum fjölmargra landa er ætlað að halda uppi. Þar liggur skilningur valdstjórnarinnar, þangað leita bjargráðin.

Kosningin nú, sem var táknræn að stærstum hluta, hefur opinberað óheiðarleika þeirra sem dindlast utaní íslensku valdstjórninni, sama hvað tautar og raular. Fjölmargir, þar á meðal ég, lögðum upp með að atkvæði greitt síðastliðinn laugardag væru andmæli lítillar þjóðar andspænis ægivaldi breskra og hollenskra stjórnvalda, að ekki sé nú talað um að mótmæla samtryggingu evrópskra bankahagsmuna, óháð hag borgaranna.

Fábjánarnir hans Þráins Bertelsonar sýndu sig sumir á kjörstað, aðrir voru heima, og reyna nú hvað best þeir geta að opinbera sinn slæma hug, vondu samvisku, dindlahátt og að þeir tilheyri 5 prósentunum hans Þráins.

Þar liggur aðhlátursefnið, Óskar, ekki að lítil þjóð reyni að láta rödd sína heyrast.

Afstaða yfirvalda er ekki enn komin að fullu fram en síðasta sólarhring og reyndar dagana á undan hefur orðræða forystumanna þeirra sýnt all mörgum fram á að landið er stjórnlaust og sá góði vilji, sem lagt var upp með fyrir ári síðan, er orðinn fórnarlamb mistaka og vandlætingar. Þetta, ásamt með ýmsu öðru, vekur ekki góðan vonar í huga og einungis spurning hve lengi yfirvöld ná að hanga á sínu valdaroði.

Hvað tekur við er óráðið en e.t.v. er hugmynd forystumanns þess flokks, sem þú ert í svo sérstöku ástarsambandi við, um þjóðstjórn utanum tiltekin verkefni, og því næst alþingiskosningar samfara sveitarstjórnarkosningum skásti kosturinn í stöðunni. Hvað sem öðru líður gengur það ekki til lengdar að búa við ríkjandi stjórnleysi. Það er engum til gagns og allra síst vinstrimennsku.

Ólafur Als, 8.3.2010 kl. 05:25

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það eru erfiðir tímar hjá vinstrimönnum.

Gunnar Heiðarsson, 8.3.2010 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband