Spillingu og aumingjaskap mokað út

Fólk er búið að fá nóg af spilltum pólitíkusum sem svíkja öll loforð um leið og kosningar eru afstaðnar.  Ég er nokkuð viss um að í raun er verið að refsa pólitíkusum í Reykjavík fyrir landspólitíkusa en því miður eru ekki Alþingiskosningar á næstunni.  það þarf svo sannarlega að moka útúr múrsteinskofanum við Austurvöll.

Fólk er búið að fá nóg af aðgerðarleysi.  Það er um 10% atvinnuleysi í Reykjavík og núverandi borgarmeirihluti hefur gert nákvæmlega ekki neitt til að laga ástandið.  Fólk treystir greinilega ekki VG og Samfylkingu til að bæta þar úr enda eru þessir flokkar í ríkisstjórn þar sem flest er látið reka á reiðanum- atvinnumálin í henglum og ekkert gerist í lánamálum heimilanna sem fara á hausinn í þúsundatali.

Fólk er búið af á nóg, það vill algjöra hreinsnu, moka út spillingu og aumingjaskap.  Að fá grínista til valda hreinlega getur ekki verið verra en þetta sorglega lið sem er á launum hjá borgarbúum við að gera ekki neitt,, stunda nám Edinborg á okkar kostnað og fleira í þeim dúr.  Stjórnarandstaðan í borginni er hlægileg, Dagur blaðrar um meiri kraft í atvinnulífið en sleppir því að tala um hvernig hann ætlar að fara að því.  Sóley T. er í raun öfgafemínist sem hatar hálft mannkynið og hélt að það væri alveg hræðilegt að eignast dreng.  Þessi manneskja á að vera á stofnun en ekki í stjórnmálum.  Svo eru menn hissa á að Jón G. mali kosningarnar, ekki ég!


mbl.is Besti flokkurinn með 8 fulltrúa?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála öllu hjá þér.

Bara verst að ég er ekki í Reykjavík uppá það að gera að geta kosið Besta flokkinn. Annars hefði ég tvímælalaust kostið 'ann.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 19:09

2 identicon

af hverju býður þú þig ekki bara fram?...og allir vinir þinir..og famelian kannski lika...og hundurinn þinn...hann var goður i fangavaktinni..en á alþingi...hmmm...ertu viss?

asgeir olafsson (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 19:20

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Óskar. Nú eru tímamót í Íslenskri klíkupólitík og ekki eru allir jafn ánægðir með það? Ekki gekk þetta nú svo vel með gömlu pólitíkusana? Segir það ekki allt sem segja þarf? M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.5.2010 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband