Hanna Birna í sérframboði ? Sjálfstæðisflokkurinn ósýnilegur!

Það er farið að vera áberandi í kosningabaráttunni, sérstaklega allra síðustu daga, að sjálfstæðisflokkurinn virðist horfinn og engu líkara en að hann sé ekki lengur í framboði!  Allar auglýsingar frá flokknum eru í formi flennistórrar myndar af Hönnu Birnu, aðrir frambjóðendur sjást ekki og ekkert á þá minnst. 

Auðvitað er þetta meðvituð ákvörðun pr manna sjálfstæðisflokksins.  Hanna er langvinsælust frambjóðenda flokksins enda  sloppið ótrúlega vel við óþægilegar spurningar eins og um Rei málið, 3 milljónir í styrki og fleira smotterí.  Gísli Marteinn þarf ekki að svara einni einustu spurningu um 10 milljóna króna styrki til hans.

Þá mun hafa borist bréf til allra kvenna í Reykjavík þar sem Hanna Birna biðlar til þeirra.  Í þessu bréfi er ekki minnst einu einasta orði á sjálfstæðisflokkinn enda greinilegt að Hanna Birna álítur að kynsystur hennar í Reykjavík séu fávitar og haldi að hún sé ein í framboði fyrir D listann.

Besti flokkurinn mun vinna mikinn kosningasigur en ég er þó á því að hann verði ekki eins stór og kannanir benda til núna.  Margir eru óákveðnir og reynslan sýnir að þeir óákveðnu skipti sér yfirleitt á vinstri flokkana að lokum.  Nú er það hinsvegar að gerast að VG er með gjörsamlega handónýtan oddvita, öfgafemínista sem er svona á mörkunum að gangi heil til skógar og fylgið hefur hrunið af flokknum.  Besti flokkurinn er að njóta þess, ég veit að nánast allir karlmenn sem áður hafa kosið VG eru nú landlausir og kjósa besta flokkinn eða Samfylkingu.


mbl.is Besti flokkurinn með 6 fulltrúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Atkvæði greitt með Besta Flokknum hefur 10x meira gildi en atkvæði greitt með gömlu stöðnuðu flokkunum, þvi er engin spurning hvað fólk á að kjósa vilji það sjá atkvæði sitt verða að einhverju !

Steinar Immanúel Sörensson, 28.5.2010 kl. 19:53

2 Smámynd: SeeingRed

Gnarr fór á kostum að venju og hans nálgun dró skýrt fram hversu fastir dindlar fjórflokkanna eru fastir í gömlum hártogunum og puttabendingum, óbærilegt að hlusta á morfíslegt þrefið úr gamalkunnum skotgröfum. Hanna Birna virkar á barmi taugaáfalls í hvert skipti sem hún opnar munninn og fulltrúar Framsóknar og Frjálslyndra ullu óbærilegri syfju þegar þeir reyndu að tjá sig, Sóley Tómasar jafn þreytandi og venjulega eins og við var að búast. Nokkuð ljóst að Besti Flokkurinn er að fara að rúlla þessum kosningum verðskuldað upp og Jón Gnarr vonandi næsti borgarstjóri...allt betra en taugahrúgan Hanna Birna.

SeeingRed, 29.5.2010 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband