Að sjálfsögðu fulltrúi sjálfstæðisflokksins

Það sem ekki stendur í fréttinni er að Katrín Olga Jóhannesdóttir er fulltrúi sjálfstæðisflokksins í stjórn Seðlabanka Íslands.  Það kemur nú ekkert sérstaklega á óvart að svo sé enda virðast svona 95% af spillingarmálum, kúlulánamálum, skuldaafskriftum og hrunmálum tengjast sjálfstæðisflokknum.

það væri gaman ef einhver reikningshausinn tæki sig til og reiknaði út hvað þessi skipulögðu glæpasamtök sem kalla sig sjálfstæðisflokkinn hafi kostað þjóðina.  Ég held að fórnarkostnaður Rússa vegna kommúnistaflokksins á sínum tíma sé klink í samanburði við þjóðarrán og þjóðarnauðgun sjálfstæðisflokksins.  Svo við nefnum nokkur dæmi,  Icesave, gjaldþrot Seðlabankans undir stjórn D.O, gjafir sjallaráðherra til vina og vandamanna hingað og þangað, t.d. gjöf Árna Matt til bróður síns, heill flugvöllur takk fyrir.  -  Gjöf D.O. til Bjögganna, eitt stykki Landsbanki sem varð svo að Icesave.  Sjóvá- 12 milljarðar fóru frá skattborgurum til að bjarga fyrirtækinu eftir að vel uppaldir sjallar höfðu rænt það innanfrá.  -  Svona væri hægt að telja upp í allan dag.  Viðbjóðurinn flæðir útúr hverju horni í Valhöll.

Nú er víst verið að vinna að frumvarpi sem bannar skipulögðum glæpasamtökum að hefja starfsemi á Íslandi.  Spurning um að víkka þetta aðeins út og banna líka þau glæpasamtök sem eru starfandi fyrir.  það þarf varla að taka fram að þá yrði sjálfstæðisflokkurinn bannaður á korteri.


mbl.is Ætlar að skoða stöðu stjórnarmanns í Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki eins og neinn sé að halda utan um þessar nauðganir hér á landi.  Besti sénsinn er að þeir grunlausu lánadrottnar og hlutaféseigendur í þessum mafíufyrirtækjum sækji þetta fólk til saka í lýðræðislandi öðru en Íslandi, en það ekkert víst að svona mál séu hæf til saksóknar í öðrum löndum.

Hvernig nennið þið þessu?

jonsi (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband