Hvað þykist Ólöf ætla að gera fyrir heimilin ?

Enn nær hræsni sjálfstæðisflokksins  nýjum hæðum.  Flokkurinn gagnrýnir allt sem stjórnin gerir en hefur sjálfur ekki komið með EINA EINUSTU tillögu um hvernig á að koma til móts við heimilin í landinu.  Hann birti eitthvað plagg um daginn sem var ekki pappírsins virði, engar tillögur umfram það sem stjórnvöld eru að gera sem er því miður engan veginn ásættanlegt fyrir heimil landsins.  Í þessu máli er stjórnin og sjálfstæðisflokkurinn því miður algjörlega samstíga, það á ekki að leiðrétta skuldir heimilanna, bara afskrifa hjá auðkífingum áfram.   Ólöf Nordal veit það ósköp vel og getur alveg sleppt því að tuða í vandlætingartón um úrræðaleysi stjórnarinnar þegar hún hefur nákvæmlega ekkkert betra fram að færa. -  sjálf þarf hún varla að hafa áhyggjur, álversforstjórafrúin.


mbl.is Stefna að niðurstöðu á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Þetta er ekki rétt hjá þér Óskar og hvet ég þig til að lesa þetta plagg sem þú segir að sé ekki pappírsins virði aftur...

Það sem er að hjá Ríkisstjórninni er að það er ekki sama hvaðan tillögurnar koma. Stjórnarandstaðan sem slík hefur verið að standa sig mjög vel og þarf ekki að horfa nema til Icesave til þess að sjá það, en hún gerir ekkert ein og sér það verður að koma hjálp frá almenningi eins og þurfti með Icesave, en eins og ég segi þá er ekki sama hvaðan tillögurnar koma svo það verði hlustað á þær...

Ríkistjórnin ætlar með þjóðina í ESB og til að svo gæti orðið þá fórnaði hún Þjóðinni fyrir ESB umsóknina í samvinnu með AGS og er það miður...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 29.11.2010 kl. 14:45

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Rétt Óskar - í tillögum Sjálfstæðisflokksins er ekki verið að fjalla um niðurrifsstarfssemi stjórnarinnar heldur uppbyggingarhugmyndir Sjálfstæðisflokksins. Þær eru  - grunnur að uppbyggingu atvinnuveganna - þær eru grunnur að skjaldborg fyrir heimilin   ( ekki útrásar....) þessar hugmyndr eru grunnur að nýju Íslandi - Íslandi án niðurrifsaflanna sem ráða för í dag.

Og drengur minn - það er rosalega gaman að vera Sjálfstæðismaður í dag.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 29.11.2010 kl. 14:59

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það er til svakalega mikið af skemmdu fólki sem enn trúir á sjallana, verst að þetta lið hefur atkvæðisrétt :(

Óskar Þorkelsson, 29.11.2010 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband