30.11.2010 | 20:11
Stórhættulegt og snarbilað viðundur
Sarah Palin er því miður nokkuð líkleg til að verða næsti forseti Bandaríkjanna. það er nánast öruggt að repúblikani verður forseti enda er Obama óvinsæll, hann ræður ekkert við starfið, hefur ekki vott af persónutöfrum, virkar ráðalaus og talar í frösum eins og Bush forveri sinn. Talandi um Bush, þá hefur móðir hans lýst því yfir að Sarah eigi bara að halda sig í Alaska og þegar einhverjum úr Bush ættinni finnst hún of öfgafull þá má ljóst vera að manneskjan er hættuleg.
Sarah Palin hefur ekkert vit á utanríkismálum, hún boðar stríð við allar þær þjóðir sem ekki geðjast af Bandaríkjunum og ruglar meiraðsegja saman Norður og Suður Kóreu. Þetta er sauðheimskur trúarnöttari með mjög öfgafullar skoðanir og alveg ljóst að heimurinn stendur frammi fyrir stórkostlegu vandamáli ef hún færist nær forsetaembættinu. það er nefnilega enginn repúblikani sem virðist líklegri en hún og þá er það ljótt.
Líkir Wikileaks við Al-Qaeda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fari Sara Pailin fram gegn Obama er ljóst að hann mun vinna, þó óvinsæll sé.
Þetta vita rebublicanar og hljóta því að velja einhvern annan til að sækja embætti forseta. Það er frekar hægt að hugsa sér að þetta sé liður í tafli þeirra, láta Söru andskodast af allri sinnu heimsku í fjölmiðlum og koma síðan fram með eitthvert óþekkt andlit á síðustu stundu. Helst einhvern sem kemur vel fyrir og er sjónvarpsvænn.
Þannig gæti forsetiaembættið orðið þeirra.
Gunnar Heiðarsson, 30.11.2010 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.