Fullkomið ábyrgðarleysi

Lýðskrumarinn og tækifærissinninn Lilja Mósesdóttir hefur enn einu sinni sýnt í verki fullkomið ábyrgðarleysi og skilningsleysi á aðstæðum.  Ætli hún geri sér nokkra grein fyrir því að falli fjárlögin þá er verið að opna leið fyrir glæpahyskið í Valhöll að kjötkötlunum á nýjan leik ? Skilur manneskjan ekki sem þó er hagfræðingur að fjárhyrslur ríkissins eru tómar ?  Hvernig vill hún ná endum saman, hækka skattana ennþá meira?   Það eru aðeins 2 leiðir, hækka skatta eða skera niður.    

En tækifærissinnar eru allir eins.  Þeir nýta sér tilteknar aðstæður til að slá sig til riddara og láta aðra lýta út fyrir að vera skúrka.  Lilja er með þessu að láta samflokksmenn sína og ríkisstjórnina líta illa út en hefur ekki frekar en stjórnarandstaðan ekki nokkurn skapaðan hlut að færa fram sjálf.   Hún vill ekki samstarf vð AGS.  Flestir gera sér þó grein fyrir því að ef AGS hefði ekki komið hér að málum þá væri orðin hér algjör landauðn.  AGS kom til okkar líflínu haustið 2008 þegar allt var að hrynja, það er eins og sumir geti ekki skilið það eða vilji ekki viðurkenna það.  Engin þjóð var tilbúin til að lána okkur fyrir nauðþurftum á þeim tíma nema í gegnum AGS.  Lilja veit betur, hún er bara einhver ömurlegasti populisti sem þetta land hefur alið ásamt forsetanum.  Hún ætti eiginlega að flytja lögheimili sitt á Bessastaði.


mbl.is Hafnar niðurskurði í frumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ég segi bara Guð hjálpi Íslendingum ef að þessi hugsun þín er sú sem er ráðandi í ákvarðanatöku Ríkisstjórn....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.12.2010 kl. 11:38

2 Smámynd: Óskar

þetta er mjög málefnalegt innlegg hjá þér Ingibjörg svona eins og flest önnur comment frá þér og sjöllum yfirleitt. 

Óskar, 9.12.2010 kl. 11:53

3 identicon

Lilja Mosesdóttir er sú eina sem ekki er með hausinn undir hendinni í þessari stórskaðlegu ríkisstjórn,  ;Lilja er með þessu að láta samflokksmenn sína og ríkisstjórnina líta illa út;.Láta líta illa út  ertu að grínast, útlitið hefur aldrei verið svartara.  Guð blessi forseta vorn fyrir að standa með þjóð sinni.  

Guðrún Norberg (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 12:05

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þú getur kallað það lýðskrum og tækifærismennsku, Óskar, þegar einhver er trúr sinni sannfæringu, flestir kalla slíkt kjark!

Lilja Mósesdóttir er sá þingmaður stjórnarliða sem einhverja mestu þekkingu hefur á hagfræði, samt var hún ekki valin sem ráðherra. Þetta ber ekki mikið merki um skynsemi hjá formönnum stjórnarflokkanna!!

Það sem Lilja er einfaldlega að benda á er að forsendur fjárlagafrumvrpsins hafa breist verulega og því sé ekki lengur verjandi að fara í jafn miklar skerðingar og þar er gert ráð fyrir.

Þó Lilja vilji ekki hlýða Samfylkingunni í blindni, þarf það ekki að koma neinum á óvart, hún er jú í VG!!

Gunnar Heiðarsson, 9.12.2010 kl. 12:22

5 Smámynd: Óskar

Gunnar eigum við að ræða aðeins hagfræðisnilld Lilju ?

Hún vill ekki skera niður.

Hún vill hækka skattta enn meir, telur enn nóg af "ónýttum skattstofnum"

Hún vill ekkert samstarf við AGS og reyndar helst engin samskipti við erlend ríki að því er virðist.

Hún er alfarið á móti stóriðju og reyndar allri atvinnuuppbyggingu.

Svo eru menn hissa á að hún sé ekki ráðherra !?  Það eru nú ekki beinlínis góð meðmæli með þeim hagfræðiskóla sem Lilja lauk námi frá að hún hafi náð lokaprófinu.  Þessi manneskja er ekki hagfræðingur frekar en hver annar vistmaður á Sólheimum.

Guðrún Noirberg röflar eitthvað samhengislaust frasarugl um ríkisstjórnina eins sjöllum er tamt. - nenni ekki að svara því.

Óskar, 9.12.2010 kl. 14:34

6 Smámynd: Spiritus

Segðu mér Óskar, eru allir sem eru ósammála þér sjálfkrafa Sjallar?

Spiritus, 9.12.2010 kl. 19:37

7 Smámynd: Óskar

Haha góður punktur!  ,,nei ekki Lilja Móses :)

Óskar, 9.12.2010 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband