Takk Nei-arar

Þetta þarfnast ekki frekari skýringar.  Það vissu allir sem höfðu eitthvað annað en græna baun á milli eyrnanna að nei við Icesave mundi þýða minni hagvöxt.

Reikninginn fyrir þessu á Nei-ara takk.


mbl.is Spáir minni hagvexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

æj kommon, þetta hefur meira með þetta að gera: http://mbl.is/vidskipti/frettir/2011/04/20/kaupmattur_minnkar/

Fólk hefur ekkert á milli handanna og skattar bara hækka og hækka, heldurðu í alvörunni að ástandið væri betra ef að ríkissjóður hefði þurft að punga út 28 milljörðum fyrir 10 dögum síðan, sem já by the way finnast hvergi núna!?!

Margrét Elín Arnarsdóttir, 20.4.2011 kl. 10:40

2 Smámynd: Óskar

Margrét , ríkissjóður hefði aldrei þurft að punga út 28 milljörðum fyrir 10 dögum, það er ein lýgin frá Nei hjörðinni.  Innistæðusjóður hefði coverað 26 milljarða af þessu.   Þannig að þú getur dregið 26 frá 28, og hvað ætli þú fáir út þá?  Allavega tölu sem er þess virði að fórna til að viðhalda hagvextinum.

Sennilega kaust þú Nei, skil vel að þú hafir móral yfir því að vera þess valdandi að framlengja kreppuna.  Takk fyrir.

Óskar, 20.4.2011 kl. 11:09

3 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Nei kallinn minn. Vextir, sem þessir 28 milljarðar voru, eru ekki og hafa aldrei verið forgangskröfur, hvorki í tryggingasjóðinn né heldur þrotabúið, heldur eru það innistæðueigendurnir sjálfir sem eiga þar forgangskröfur, þannig að nei ég sé sko ekki eftir nei-inu mínu og mun aldrei gera, enda lítið hrifin af því að láta kúga mig og hvað þá að borga annarra manna skuldir!

Margrét Elín Arnarsdóttir, 20.4.2011 kl. 11:13

4 Smámynd: Óskar

þú skilur greinilega ekki málið, reyndar bjóst ég ekki við því.  Forgangskröfur skipta nákvæmlega engu máli varðandi þessa greiðslu eins og þú getur séð hér http://www.slideshare.net/Stjornarradid/icesave-kynning-7346056   TIF hefði greitt a.m.k. 20 milljarða af þessum 24 milljörðum í áfallna vexti.  Max 4 milljarðar féllu á ríkissjóð.  ..  Samt dettur mér ekki hug að þú frekar en aðrir í heykvíslahjörðinni getir skilið þetta.

Óskar, 20.4.2011 kl. 12:29

5 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Óskar, hættu þessu bulli. Þetta var orðið svona laungu áður en neiið kom. Hagvöxturinn var bara augnabliks tilbúnibngur hjá stjórninni meðan kosningin stóð yfir, þetta vita allir hugsandi menn!!!!Ég sagði nei og er hreykinn af því.!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 20.4.2011 kl. 13:00

6 Smámynd: Óskar

...svo er nú kannski rétt að benda þér á að þú sem vilt ekki borga annarra manna skuldir munt nú samt þurfa að gera það.  ...Hagvöxtur, vextir, atvinnuleysi og lánshæfismat ríkissjóðs eru nefnilega peningar.  Allt versnar þetta vegna Nei-sins með tilheyrandi útgjöldum FYRIR ALLA ÞJÓÐINA og þannig ERT ÞÚ EINS OG ÉG AÐ BORGA MEIRA VEGNA SKULDA ANNARRA HELDUR EN VIÐ HEFÐUM ÞURFT AÐ GERA.

Óskar, 20.4.2011 kl. 13:00

7 identicon

Heill og sæll Nafni minn æfinlega; sem og aðrir ágætir gestir, þínir !

Nafni minn; Haraldsson !

Ekkert að þakka; okkar var ánægjan, ein.

Talandi; um hagvöxt. Finnst þér nú ekki tímabært orðið, að Íslendingar fari að haga sér, eftir getu og stærð samfélagsins - í stað þess að láta, eins og við séum 3 Milljónir, eða jafnvel 30 Milljónir manna, að stærðar gráðu ?

Hvað er að því; að við séum okkur sjálfum næg, án þess að vera með einhverja sýndarmennsku í útlöndum (sendiráð o. fl), til dæmis, nafni minn góður ?

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.4.2011 kl. 14:45

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Svona mun fíflagangurinn kosta.  Munu mörg lítil og stór atriði koma til.  þetta mun þjóðin ölll borga fyrir.  Afleiðingin verur skaðakostnaður sem alveg er fyrir utan sjálft skuldamálið.

þetta er sérlega umhugsunarvert í því ljósi, að maður fékk oft eftirfarandi ofurrök frá nei-urum: Villt þú ekki bara borga icesave os.frv.  Ma. fékk ég þetta frá Stjórnlagaþingsmanni.  Manni sem var kosinn á Stjórnlagaþing.  Og hann nálgaðist málið bara eins og 5 ára barn!  Þá varð eg verulega hissa.  Verulega hissa.

Svo vil eg benda fólki á, að skuldin hvarf ekkert við svokallað ,,nei".

Málið er nú komið í ferli hjá EFTA.

Langlíklegast er að næsta stjórn muni koma til að leysa þetta mál.  það föttuðu Sjallar alveg og hugsuðu fram í tímann.  Samþykktu á þingi - og hurfu svo ofaní holu og létu öfgaarm flokksins vera með áróður fyrir neii og studdu það óbeint.  (Allir nema Tryggvi Þór sem er meiri maður fyrir vikið)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.4.2011 kl. 16:08

9 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Ómar Bjarki !

Hvar; þú vilt vart teljast, til innan við 300 Þúsunda manna samfélags (líklega ekki; nógu fínt fyrir þig), ættir þú ekkert að vera að reyna að telja okkur hughvarf, sem höfum fasta jarðtengingu (gul/græna vírinn), við raunveruleikann, ágæti drengur.

Ertu ekki annarrs; farinn að pakka niður í ferðatösku þína, áður en þú heldur á vit æfintýranna, suður á Brussel völlum, með þeim Barrosó, Ómar minn ?

Eða; ertu ekki annarrs, á leiðinni til sæluríkisins, þar syðra ?

Og; að endingu. Fyrir hvað; getur Tryggvi Þór Herbertsson stórsvindlari verið MIKILL maður, Ómar Bjarki ?

Er þér ekki sjálfrátt; drengur ?

Með; sízt lakari kveðjum - en þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.4.2011 kl. 16:46

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Bara asnalegur svona öfgamálflutningur.

þeir þarna á Suðurlandsundirlendinu ættu frekar að fara að kynna sér hvernig á að hanna og byggja hafnarmannvirki.

það var nú frægt er þeir bakkabræður fóru að byggja höfn á sandi.

Þjóðin situr nú uppi með afleiðingarnar og borgar og borgar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.4.2011 kl. 16:52

11 identicon

Komið þið sæl; enn !

Ómar minn !

Snerti ég; við einhverri viðkvæmri taug, í þínum ranni ?

Hvergi; hugðist ég draga inn í umræðuna, misheppnaðar hafnarframkvæmdir - eða velheppnaðar, hvorki á Suðurlandi, né í öðrum landshlutum, ágæti drengur.

Ertu bara ekki; einn þeirra, sem þola það ekki, þegar þín eigin kokhreysti, er rekin öfug ofan í þig aftur, vandræðalaust, Ómar minn ?

En; ég vona, að þú verði ekki fyrir neinum vonbrigðum - þegar þú sest að, í Paradísarhvelfingunni, suður í Brussel, þegar;; þar að kemur, ágæti drengur.

Með; fjarri því, lakari kveðjum - en þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.4.2011 kl. 16:59

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hafnagerð á hugarfarslegu flatneskjunni þarna kemur þessu þannig við að kostnaður við afrek þeirra Bakkabræðra af nefndri hafargerð verður alveg eins meiri en kostaður landsins af að standa í skilum með sínar alþjóðlegu skuldbindingar refjalaust og sem siðuðu ríki sæmir.  Samt hef ég ekkert heyrt í þeim Flatneskingum öskra og garga:  ,,Þjóðaratkvæði" eða ,,ekki borga" vegna þessarar handvammar og þumalputtasmíðar.  Eg hef ekki heyrt það.  En þeir hinir sömu flatneskingar flykktust á kjörfund til að samþykkja það að svíkja beri alþjóðlegar skuldbindingar landsins!  Maður yrði ekki hissa þó í næstu alþingiskosningum þeir sæktu þingmannaefni sín á Hraunið!  - Eða nei, heyrðu -  búnir að því!!  Halló.

En að aðalefninu,  hvernig kemur einhver ,,brössel" þessu skuldarmáli landsins við? 

Hefur einhver heyrt um EFTA ríkin sem eru aðilar að EES Samningnum hérna?  Ísland er þar á meðal.

Málið er núna bara í ferli samkv.  Alþjóðlegum skuldbindingum landsins:

,,Í kjölfar þess að Icesave samningnum var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 9. apríl 2011 gerir Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) nú ráð fyrir að svör berist fljótlega frá Íslandi við áminningarbréfinu sem ESA sendi þann 26. maí 2010. ESA mun kynna sér andsvör íslenskra stjórnvalda áður en frekari skref verða tekin í málinu.

Ef ekkert kemur fram í svörum íslenskra yfirvalda sem hnekkir frumniðurstöðu ESA, mun ESA senda frá sér rökstutt álit um brot Íslands á skyldum sínum samkvæmt EES samningnum. Íslandi yrði veittur tveggja mánaða frestur til að bregðast við rökstudda álitinu. Geri Ísland það ekki mun ESA vísa málinu til EFTA dómsstólsins."

http://www.eftasurv.int/press--publications/press-releases/other/nr/1431

Til hvaða kostnaðar þetta leiðir eitt og sér veit enginn.

En reyndir menn eins og td. Uffe Elleman hefur sagt að Ísland muni án efa tapa öllum dómsmálum þessu viðvíkjandi og það réttilega.  því afhverju ættu B&H skattgreiðendur að borga fyrir afglöp og óstjórn og sjóðstæmingaráráttu ykkar Sjalla?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.4.2011 kl. 19:28

13 identicon

Komið þið sæl; sem fyrr !

Ómar Bjarki !

Enn; gerast hártoganir þínar - sem vifillengjur ómerkar til umræðu, allrar.

Og; minna vil ég þig á, að síðan tiltekið fólk (á Alþingi; vel að merkja), ló EES samning svonenfdan, inn á Íslendinga, með öllu því fargani, sem honum fylgdi, hefir allt þjóðlíf verið, á hverfanda hveli. EES; var/og er, fullkomið Stjórnarskrárbrot - enginn; meðal íslenzkrar Alþýðu, hafði með samþykktir svika vefja Davíðs Oddssonar, og Jóns Baldvins Hannibals sonar að gera.

Þetta; veist þú mæta vel sjálfur, en kýst að halda áfram, á brautum pretta og ómerkilegheita.

Svokallaðar; alþjóðlegar skuldbindingar, voru/  og eru, á hendi þeirra illráða manna, sem hér opnuðu Evrópskum, sem alíslenzkum bröskurum, allar þær gáttir, sem til vanza og tjóns eins, hafa orðið.

Þú ættir; að rifa segl þín, ágæti drengur - áður en þú reynir að komast úr hugmyndafræðilegri sjálfheldu þinni, úr hinu þrönga EES/ESB horni, Ómar minn.

Með; ekkert lakari kveðjum - en þeim áður, og fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.4.2011 kl. 20:07

14 identicon

Og; ''Sjalli'' hefi ég aldrei verið, svo fram komi. Fylgdi Guðjóni Arnari; og hans fræknu sjóhunda- og þungavigtarsveit (Frjálslynda flokknum) síðast, að málum - unz; ég gerðist andstæðingur þingræðis hátta, Ómar minn.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.4.2011 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband