19.5.2011 | 16:44
Náhirðin byrjuð að væla
Vart kemur á óvart að náhirðarsnepillinn undir stjórn hrunþursins í Hádegismóum sé byrjuð að taka fram vasaklútana þegar til stendur að færa þjóðinni hlutdeild í auðlynd sem hún sjálf á en ekki 14 fjölskyldur LÍÚ klíkunnar.
Í bága við stjórnarskrá? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já um að gera að pólitíkusar færi völdum vinum úti á landi hlutdeildina... féleg framtíðarsýn.
Hvumpinn, 19.5.2011 kl. 16:59
Frábært hvernig íbúar Hveragerðis, Selfoss og sveita landsins eru loksins ekki lengur talin sem hluti af þjóðinni, þó fyrr hefði verið. Best að setja það og staðfesta í nýju stjórnarskránni svo enginn þurfi að efast.
Vanni (IP-tala skráð) 19.5.2011 kl. 17:49
Hvernig eru Hveragerði, Selfoss og aðrar sveitir landsins að njóta góðs af núverandi kerfi þar sem fáum fjölskyldum er tryggð milljarða gróða fyrir ekkert annað en að vera til?
Vonast eftir góðu og rökföstu svari.
Tómas Waagfjörð, 19.5.2011 kl. 23:11
Í stuttu máli:
Þú mátt vera með 200 rollur, landið þitt þolir 1000. Þú mátt ekki eiga fleiri en þú þarft 600 til að lifa af búskapnum. Uppfyllingin kemur frá þér, í formi styrkja, þannig að búið sé með ígildi 600 fjár.
Þú mátt veiða 200 fiska, búið er að reikna út að hafið gefur ekki meira en þessa 200. Þú verður að lifa af því, án aðkomu stjórnvalda í formi styrkja.
Hvort er heilbrigðara?
Hvort skapar nettó tekjur inn í þjóðarbúið?
Af hverju á landsbyggðin ekki að njóta sinnar staðsetningar, líkt og aðrir landsmenn? Hefur fólk ekki valið að halda sitt heimili þar sem það telur hag sínum best borgið?
Flytjið einfaldlega þangað sem fólk hefur það gott, í stað þess að bíða endalaust eftir einhverju öðru...
Sindri Karl Sigurðsson, 19.5.2011 kl. 23:25
Það eru til þeir sem vilja að sjávarútvegurinn greiði áfram skatta af sínum hagnaði eins og önnur fyrirtæki frekar en að hagnaðurinn fari í veiðigjald. Hvílík fyrra. Veiðigjaldinu fær ráðherra að úthluta strandbyggðum en skattar fara í sameiginlega sjóði og gætu lent í skólastarfi eða heilsugæslu í sveitum suðurlands.
Allir hljóta að sjá það að Ríkisstyrktar bæjarútgerðir í hvert þorp er það sem við viljum. Koma lífi í þorpin, flytja inn pólverja til að vinna þrjá daga í viku. Nýjar vélar og tæki sem starfa jafnvel á yfir 10% afköstum. Hverju erum við bættari með að þurfa að vinna minna fyrir hverja evru sem við öflum, eða fá fleiri evrur fyrir vinnuna? Evran er hvort eð er verk djöfulsins og ESB, og við viljum ekkert svoleiðis. Hverjum er skólastarf og heilsugæsla á Selfossi til góðs? Engum sem skiptir máli, engum sem ráðherrann þekkir.
Það sem okkur vantar eru gildir sjóðir sem ráðherra ráðstafar að eigin geðþótta. Fleiri hendur að vinna sama verk. Og fækka þeim sem geta rekið fyrirtæki með hagnaði. Arður og laun eiga öll að ganga til ríkisins og ríki og ráðherrar svo að útdeila til þjóðarinnar eftir verðleikum einstaklinga og kjördæma.
Vanni (IP-tala skráð) 20.5.2011 kl. 09:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.