Alveg stórkostleg fyrirsögn!! - en ekki fyndin frétt

Fyrirtæki eiginmanns slitastjórnar sér um sölu
Best að halda þessu til haga því sjálfsagt verður þessari frábæru fyrirsögn breytt innan tíðar!  En að öll slitastjórnin eigi einn og sama eiginmanninn er nýjung.  Svo segja menn að ekkert hafi breyst á Íslandi:) 

En svona fyrir utan fyrirsögnina og að öllu gamni slepptu þá er þessi frétt eins langt frá því að vera hlægileg og mögulegt er.  Í fréttum rúv voru rakin fjölskyldutengsl formanns slitastjórnar við fyrirtækið sem fær verkefni upp á mörg hundruð milljónir á silfurfati frá þessari sömu slitastjórn. 

Ég hef stundum nefnt sem rök fyrir því að ganga í Evrópubandalagið að þar gerist svona lagað einfaldlega ekki.  Þar kæmumst við ekki upp með svona bananalýðveldistilburði því það er virkt eftirlitskerfi sem kemur í veg fyrir svona rugl og glæpamennsku.  En því miður vill stór hluti þjóðarinnar halda í gamla fjölskyldu og vina- spillingarkerfið sem lifir svo góðu lífi hér og er eitt af því sem er að mergsjúga þessa þjóð.  Við sjáum kvótakerfið.   Ætli það sé tilviljun að andstæðingar Evrópusamstarfs séu hvað harðastir í andtöðunni gegn breytingum á þessu óréttláta skrímsli sem hefur fært nokkrum fjölskyldum tengdum framsóknar- og sjálfstæðisflokknum helstu auðlind þjóðarinnar á silfurfati?


mbl.is Fyrirtæki eiginmanns formanns slitastjórnar sér um sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki gleyma að þetta er í boði Samfylkinnar og VG í þetta skipti !

Þeir eru ekki hótinu betri, og í reun eru þeir miklu verri !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 21:43

2 Smámynd: Ingvar

Já svo er Ástráður Haraldsson fyrrverandi eiginmaður Svandísar Svavars. þarna líka.

Ingvar, 5.6.2011 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband