Er þessi ríkisstjórn haldin alvarlegri ákvarðanafælni?

Eftir hrunið þá var algjörlega bráðnauðsynlegt að fá hér ríkisstjórn sem gæti gengið fljótt og örugglega til verka.  Nú hef ég haft skilning á stöðu þessarar stjórnar í ljósi þess við hvernskonar aðstæður hún tók við og að ástandið eftir 18 ára valdatíð frjálshyggjuskríls var alveg skelfilegt.   Það er hinsvegar engin afsökun fyrir afskaplega slakri frammistöðu þessarar stjórnar á mörgum sviðum.

 Atvinnuuppbygging hefur gengið hér alltof hægt, að hluta til vegna illviðráðanlegra aðstæðna t.d. Icesave sem fældi frá erlenda fjárfesta.  Ríkisstjórnin gerði að mínu mati rétt í því að reyna til þrautar að semja um þetta mál og enn er það klárlega að valda skaða. t.d. er lánshæfismat alveg við ruslatunnuna en væri orðið ásættanlegt hefi þjóðin ekki látið lýðskrumara plata sig í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

En burtséð frá því þá hefur verið mikill vandræðagangur með uppbyggingu, t.d. álver í Helguvík og ríkisstjórnin hefur lítið gert til að reyna að koma lífeyrissjóðunum inn í atvinnuuppbygginguna.  Kvótamálin er komin í einhverja óskiljanlega vitleysu Skuldamál heimilanna tóku alltof langan tíma og of lítið var gert.   Þetta fangelsismál er svo enn eitt klúðrið, að geta ekki drattast til að taka ákvörðun í þessu máli er óskiljanlegt.  Það eina sem þessi ríkisstjórn virðist vinna á undraverðum hraða er eitthvað helvítis jafnréttisbull sem skiptir ekki nokkru máli og gerir jafnvel illt verra eins og t.d. nú stendur til að afnema sameiginlegt forræði og gera mál forræðislausra feðra því enn skelfilegri en þau eru.   Ögmundur hafðu skömm fyrir að láta öfgafemínistarusl nota þig sem skeinipappýr.


mbl.is Fangelsismál föst í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband