Aðildarviðræður að betri lífskjörum hafnar

Til hamingju Íslendingar!  Það stefnir í það að landsmönnum bjóðist betri lífskjör í formi lægra matvælaverðs, lægri vaxta, alvöru gjaldmiðils og hærri kaupmáttar svo eitthvað sé nefnt.  Úrtölumenn staglast sífellt á því að við missum yfirráð yfir auðlyndum okkur t.d. sjávarútvegnum.  Þetta er auðvitað helbert kjaftæði enda engin dæmi þess að þjóðir innan ESB missi forræði yfir auðlyndum sínum. - Svona fyrir utan það að hinn almenni Íslendingu á hvort eð er ekkert í sjávarútvegsauðlyndinni, hún er einkaeign 20 fjölskyldna í LÍÚ klíkunni.

mbl.is Aðildarviðræður hafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þannig að aukinn kaupmáttur fæst með aðild? Hvernig virkar það? Hefur það virkað fyrir allar aðildaþjóðir?

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 27.6.2011 kl. 14:05

2 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Því miður er ESB vistin eingöngu upphafið að viðvarandi atvinnuleysis og næstu aldar hnignun. Í 700 ár vorum við undir hælnum á herrum meginlandsins enda urðum við fátækasta þjóð Evrópu öldum saman. Eftir að við losnuðum undan ánauð nýlenduveldanna þá hefur landið orðið eitt af efnuðustu löndum heims á augabragði þótt gömlu nýlenduveldin hafi margoft reynt að bregða fyrir okkur fæti (Þorskastriðin sem dæmi). Hinn svokallaði "alvöru" gjaldmiðill Evran er í öndunarvél og alveg óvíst um hvort hún verði á lífi eftir 5ár, en svona virka helstu "alvöru" gjaldmiðlar heims, þ.e þeir verðfella þá til að auka samkeppnishæfni sína eins og Ísland gerði í kjölfar EES bankahrunsins og má því segja að við séum með "alvöru"  gjaldmiðil sem við getum verðfellt á okkar forsendum en ekki á Þýskum eða Frönskum forsendum.Ég veit ekki hvernig þú ætlar að fá framm lægra matvælaverð en samkvæmt Eurostat (Evrópska Hagstofan) þá er lítill verðmunur á matvælum á Íslandi og meðalmatvælaverði í Evrópu.

Þú ættir til dæmis að ræða við Skota um veiðar rányrkjuflota ESB á þeirra heimaslóð þrátt fyrir áratuga tilraunir Breta til að vernda innlenda útgerð þá er því jafnharðan hrundið af dómstólum ESB með mismununardómum. Það sem hæstvirtur bloggari gleymir er að með inngöngu í ESB verður gefin 100% frjáls aðgangur meginlandsbúa að Íslenskri útgerð sem hefur aukið skuldir sínar um 500% á síðustu árum til að taka þátti í braski EES tímanns. Eins virðist mikilsvirtur bloggari ekki áttað sig á því að fiskveiðar eru eina auðlidin sem er á forrræði sambandsins enda telja þeir hana til umhverfismála þ.e þeir gætu bannað veiðar ef þeim dytti það í hug einn daginn. Íslendingar veiða 5.657kg á hvert mannsbarn á Íslandi meðan öflugasta fiskveiðiþjóð ESB (Danir) veiða 238kg og eru þá Grænlendingar og Færeyingar innifaldir.

Við þurfum ekki að horfa nema til ESB stofnandans Ítalíu til að sjá að landlæg spillin þrífst þar góðu lífi þrátt fyrir 55ára veru í ESB.

Virðulegur bloggari virðis ekki átta sig á að ESB hefur ekkert með vexti eða verðtryggingu að gera enda er öllum fjármálastofnunum frjálst að mismuna þegnum sambandsins eftir þjóðerni þegar kemur að þeim þætti lífsins.

Því miður eru niðurstöður margra rannsókna á þá leið að áratuga vera í ESB hefur ekkert bætt lífskjör fólks og má nefna sem dæmi að þjóðarframleiðsla Dana er jöfn þjóðarframleiðslu Íslands í dag þrát fyrir EES bankahrunið á Íslandi og að Danmörk sé í ESB síðan 1973 og úthverfi í einu mesta efnahagsveldi heims(Þýskalandi).

Eggert Sigurbergsson, 27.6.2011 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband