Sammála Birni Bjarnasyni

Slíkt er sko alveg tilefni til að blogga, jafnvel detta í það útá því ég man ekki til þess áður að hafa verið sammála Birni Bjarnasyni í svo mikið sem einu einasta máli.  Forsetinn er sem fyrr kjaftaskur hinn mesti, bullar og blaðrar í erlenda fjölmiðla, móðgar okkar bestu vinaþjóðir, mærir einræðisstjórnir sem fremja fjöldamorð á eigin þegnum og til að kóróna allt saman segir hann að gott hafi verið að fella icesave.  Staðreyndin er sú að hefðu lögin verið samþykkt í síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu þá væri málið úr sögunni án þess að við þyrftum að borga eina einustu andskotans krónu!  Þannig er staðan því miður ekki í dag því málið er á leið fyrir dómstóla og getur farið á versta veg þar.  Þökk sé meðal annars ATHYGLISSJÚKA LÝÐSKRUMARANUM Á BESSASTÖÐUM.
mbl.is Sakar Ólaf Ragnar um smjörklípu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Slakaðu á!

Sigurður Haraldsson, 5.9.2011 kl. 01:00

2 Smámynd: Tómas H Sveinsson

Engin ástæða til að slaka á fyrr en blaðurskjóðan rassasleykir auðmanna er farainn frá Bessa stöðum fyrir fullt og allt. Ef fra´eru skyldir skurðgoð hans, "útráðasrvíkingarnir", þá hefur sennilega enginn Íslendigur gert landi og þjópð jafn mikla óleiki og OGR.

Tómas H Sveinsson, 5.9.2011 kl. 12:39

3 Smámynd: Landfari

Óskar minn. Eitthvað hefur þú nú ekki alveg fylgst nógu vel með um hvað Icesave samningunum.

Það er einmitt vegna þess að þeir voru felldir sem það lítur út fyrir að við þurfum ekki að borga krónu.

Ef þeir hefðu verið samþykktir værum vjð að borga einhverja milljarða í vexti, bæði af kröfunni og af láninu sem við þyrftum að taka til að greiða kröfuna því enn er ekki farið að greiða neitt úr þrotabúinu.

Svo man ég ekki etur en við hefðum átt að greiða umsýslukostnað Breta og Hollendinga líka.

Landfari, 6.9.2011 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband