Meira tjón vegna vafningsfléttunnar en hryðjuverkalaganna!

Vafningsfléttan og þjófnaður Bjarna Ben og félaga á Sjóvá bótasjóðnum kostaði Íslenska skattborgara með beinum hætti amk. 12 milljarða.  Bjarni vill lögsækja Breta vegna hryðjuverkalaganna og reyna að endurheimta fé upp á ca 5 milljarða vegna þess tjóns.  Gott og vel, Bjarni þú getur þá kannski komið því til leiðar að þú og þjófsnautar þínir skili okkur aftur þessum 12 milljörðum sem skattborgarar þurftu að punga út vegna þín og vina þinna.
Náhirðin fer mikinn hér á blogginu núna, sótsvört af reiði út í Bretana sem settu skiljanlega hryðjuverkalög á hryðjuverkamenn sem stóðu sveittir við að tæma bankana ytra á hrundögunum og koma fé fyrir á Tortóla og fleiri leynistöðum. -  Ekki bárum við gæfu til að stöðva þetta, því varð einhver annar að gera það.  Ekki höfum við heldur komið lögum yfir þessa bandíta, vonandi gerir það einhver annar.

mbl.is Milljarða tjón vegna hryðjuverkalaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband