3.10.2011 | 16:53
Íslensku Pólverjarnir
Nú eru Íslendingar orðnir að ódýru vinnuafli sem hægt er að níðast á. Íslendingar hafa stundað það í allavega áratug að ráða Pólverja, Litháa, Letta og fleiri þegna fátækari ríkja Evrópu á lúsarlaunum í þrælahald í skjóli EES samningsins. Nú má segja að komi vel á vondann því við erum sjálf komin í þessa stöðu.
-En, með einni merkilegri undantekningu. Jú níðingarnir eru Íslenskir! Hér er um að ræða Íslenskt fyrirtæki sem starfar í Noregi. Þetta er ekkert einsdæmi, þær eru margar ljótar sögurnar um að menn hafi verið lokkaðir til Noregs af Íslenskum "fyrirtækjaeigendum" og svo allt svikið sem hægt er að svíkja. Alveg sérÍslenskur ruddaskapur.
Unnu í Noregi fyrir lúsarlaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Einmitt, Óskar. Svona er nú komið fyrir íslenskum, atvinnulausum almúganum. En því miður kemur ekki vel á vondan, því að fórnarlömbin í þessu tilviki eru trúlega saklaus af svona níðingsskap.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 3.10.2011 kl. 21:52
Einmitt Anna, það er ekki hægt að setja alla íslensku þjóðina í sama pakkann, það voru örfáir íslenskir verktakar sem höguðu sér eins og verstu svín með útlendinga. Þeir aðilar eru örugglega ekki atvinnulausir iðnaðarmenn í Noregi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2011 kl. 11:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.