Hann sagði nú meira en mbl.is hefur engan áhuga á að birta það!

Jú hann hrósaði ríkisstjórninni beint og óbeint. 

Hér að neðan er frétt frá funinum af öðrum fjölmiðli sem segir allt, ekki bara sumt: 

"Martin Wolf fór yfir stöðu efnahagsmála á Íslandi og sagði að árangurinn sem hefði náðst í ríkisfjármálum væri merkilega góður. Íslendingum hefði gengið mun betur en öðrum þjóðum sem hefðu orðið verst úti í hruninu að draga úr hallarekstri. Íslendingar hefðu tekið á bankakerfinu og tekist á við skuldirnar og það skilaði árangri. Hann sagði þó að jafnvel með merkilega góðan árangur í ríkisfjármálum væri skuldastaðan ekki góð en virtist stefna í að verða ásættanleg, og mun betri en hjá öðrum ríkjum sem hann bar þau saman við."

Mbl.is minnist ekki einu orði á þetta hrós sem ríkisstjórnin fær!


mbl.is Wolf segir krónuna reynast vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

þetta er ekki hrós til ríkisstjórnarinnar. þetta eru Íslendingum sjálfum að þakka. ekki stjórnmálamönnum.

Sleggjan og Hvellurinn, 27.10.2011 kl. 08:34

2 Smámynd: Sandy

Það er nokkuð sama Þó ríkisstjórnin fengi öll þau hrósyrði sem finnast í íslenskri tungu, haggar það ekki þeirri staðreynd að fáir eru sammála Samfylkingunni í því að fórna Íslandi á altari ESB.

Sandy, 27.10.2011 kl. 09:18

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

meirihluti landsmanna vill klára ferlið.

Sleggjan og Hvellurinn, 27.10.2011 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband