Litaður en samt litlaus forseti

Obama er einhver litlausasti forseti sem Bandaríkin hafa átt, þó hann sé blökkumaður.  Það liggur við að maður sakni Bush.  Þó hann hafi verið algjör asni þá var hann karakter, það er ekki hægt að segja það um Obama, manngreyið algjörlega karakterlaus.  Ræðurnar hans eru allar eins.  Svipurinn alltaf eins- hann vantar allan ferskleika og alla persónutöfra.

Samt er það nú þannig að maður vona að hann vinni næstu kosningar því mótframbjóðendurnir eru nú ekki beinlínis traustvekjandi lið.  Af 8 repúblikönum í forvalinu eru 6 sem afneita þróunarkenningunni!  Það væri grafalvarlegt mál að fá vitfirring og trúarnöttara eins og Michelle Backman í forsetastól, þá væri samdægurs úti um heimsfriðinn.  Hinir eru lítt skárri en þó helst að Romney sé með eitthvað annað en kókosmjöl á milli eyrnanna.


mbl.is Fáir ánægðir með Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband