Mikið til í þessu - hann má alveg vera montinn

Eins og sést á blogginu við þessa frétt þá fer hin sívælandi náhirð hamförum yfir augljósum staðreyndum.  Ríkisstjórnin er komin mjög nærri því að henda kreppunni út í hafsauga.  Enn ein staðfestingin fékkst á því í síðustu viku þegar virt matsfyrirtæki hækkað lánshæfismat Íslands. 

Það er ekki auðvelt að taka við stjórn landsins eftir að sjálfstæðisflokkurinn hafði leikið lausum hala í kjötkötlunum í 20 ár og viðskilnaðurinn var eins og eftir efnahagslega kjarnorkuárás.  Að það hafi tekist að halda atvinnuleysi undir 10% og landflóttinn ekki mikið meiri en á góðærisárunum er ekkert annað en kraftaverk.

Eitt skulum við hafa á hreinu-  stjórnarandstaðan hefur með lýðskrumi og lygum gert allt sem í hennar valdi stendur til að leggja steina í götur björgunarstarfsins.   Ríkisstjórnin hefur staðið í lappirnar, einungis sterkari eftir hverja árás frá stjórnarandstöðuflokkunum.   Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn reyna að ljúga því að almenningi að þeir geti tekið við stjórn landsins- Þessir flokkar bjuggu til það umhverfi sem síðar leiddi til hrunsins og þeim er EKKI treystandi til að taka við stjórn landsins-  Reyndar er það nú þannig að þeir geta ekki einu sinni rekið sjálfa sig sómasamlega, hvernig í ósköpunum halda menn að þeir geti stjórnað landinu þegar þeir geta ekki rekið sjálfa sig réttu megin við núllið?


mbl.is „Björguðum Íslandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þetta er grín hjá þér er það ekki? Að RÍKISSTJÓRNIN hafi reddað þjóðinni! Nei, nei nei nei. Ríkisstjórnin ýtti bara á tvo takka: Hækka skatta og draga úr útgjöldum. Hún hefur dýpkað kreppuna enn meir en nauðsynlegt er. Og ef Ólafur Ragnar hefði ekki haft vit fyrir Steingrími og Jóhönnu og stoppað Icesave ævintýrið þeirra ætti þjóðin ekki viðreisnar von og við værum á sama stað og Grikkir.

Guðmundur St Ragnarsson, 25.2.2012 kl. 09:01

2 identicon

12 af 13 athugasemdum benda á neikvæðni vinna allir þessir hjá NEI.is ??? Það er kvartað um skattahækkanir og samdrátt í útgjöldum ríkisins meðal annars það væri ögn gaman að sjá heimilisbókhaldið hjá þessu fólki þegar að kreppir og hvernig það bregst við til að ná niður yfirdrættinum. Mér kæmi ekki á óvart að aðferðirnar væru svipaðar og hjá ríkisstjórninni þe. reina að stemma stigu við útgjöldum og afla meiri tekna um það snýst þetta til að ekki fari öll innkoman í greiðslu yfirdráttavaxta. Við lestur athugasemda við þessa frétt verður manni hálf óglatt en á móti sér maður betur hvað átt er við með orðinu      NÁHIRÐ

Bergur (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 10:01

3 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Bergur, "Mér kæmi ekki á óvart að aðferðirnar væru svipaðar og hjá ríkisstjórninni þe. reina að stemma stigu við útgjöldum og afla meiri tekna" Það er ekki það sama að reka fyrirtæki/heimili og ríki, besta dæmið er ef fyrirtæki rekur mann(í niðurskurði) þá fer hann sjálfkrafa í "vinnu" hjá ríkinu en ef ríkið segir upp þá fer viðkomandi úr sinni vinnu við að gera eithvað og  "vinnu" við að gera ekki neitt og í þokkabót þurfa fyrrverandi vinnufélagar að grípa slakann og bæta á sig vinnuálagi. Að seiga upp fólki(fyrir ríki) í kreppu er það vitlausasta sem þú getur gerð og kemur aðeins til með hækka útgjöld. Það sem er sambærilegt með ríki og heimilli hjá þér væri að væri að fækka fókinu sem "vinnur" við að vera atvinnulaust og færa það yfir í td einkageira.

Annars held ég að Óskar hér sé á sömu lyfjum og steingrímur

Brynjar Þór Guðmundsson, 25.2.2012 kl. 10:26

4 identicon

Fín grein hjá þér Óskar.

Rosalega er fólk blint. Af hverju þurfti þessi ríkisstjórn að draga úr útgjöldum og hækka skatta ???

Það er vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn (og þeirra stefna síðustu áratugina) sigldu öllu í strand á þessu heimili sem heitir Ísland.

Svo er hamast á þessari ríkisstjórn fyrir að gera ekki neitt !!! Þessi ríkisstjórn hefur gert kraftaverk og hreinlega bjargað okkur frá þjóðargjaldþroti.
Reiknuðu menn með því að það tæki eina til tvær vikur að "redda" málunum ?

Og þvílík spilling sem hefur komið í ljós og grasserað hefur með góðfúslegu leyfi og þátttöku þessara tveggja flokka.

Afneitun fólks á því að það varð fjármálahrun á Íslandi og að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn gáfu þjóðinni rækilega á kjaftinn, er slík að ég myndi ekki treysta mér að reyna að segja þessu sama fólki að blað sem er hvítt sé í raun og veru hvítt.

Ég heyri fyrir mér hrópin; NEI ! Þetta er svart blað !

Láki (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 10:58

5 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Láki "Það er vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn (og þeirra stefna síðustu áratugina) sigldu öllu í strand á þessu heimili sem heitir Ísland." ríkið greiddi niður megnið af skuldum sínum í tíð framsóknar og sjálfstæðisflokks, hér varð ekki hrun í ríkisrekstrinu heldur bankahrun. Ríkið var og er enn starfhæft. Þar fyrir utan var framsók ekki við völd 2008 heldur samfylkingin

"Svo er hamast á þessari ríkisstjórn fyrir að gera ekki neitt !!!" þessi ríkistjórn er ekki að gera neitt af viti, ein tóm axarsköft, klúður og mistök. Það hefði verið betra árið 2009 að skella bara Alþingi í lás næstu fjögur árin en að hafa þessar óhæfu hræður við völd. Það hefðu þá fleiri vinnu, innkoma í ríkissjóðin(skatttekjur) væru meiri og meira væri framkvæmt. 

Brynjar Þór Guðmundsson, 25.2.2012 kl. 11:30

6 Smámynd: Haukur Baukur

Ég rek augun í undarlega alhæfingu hjá þér Óskar. Að landflótti sé ekki meiri en í góðæri.

Samkvæmt hagstofu hefur aðflutningur umfram brottfluttning íslenskra ríkisborgara síðustu ellefu ár verið neikvæður

Íslenskir ríkisborgarar, Aðfluttir umfram brottflutta, Alls

2000 62

2001 -472

2002 -1.020

2003 -613

2004 -438

2005 118

2006 -280

2007 -167

2008 -477

2009 -2.466

2010 -1.703

2011 -1.311

Taktu eftir þrem síðustu árum í hlutfalli við fyrri hluta áratugarins.

Haukur Baukur, 25.2.2012 kl. 11:35

7 identicon

Bíddu nú hægur, Brynjar Þór.

Eigum við að rifja það upp hér að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn "gáfu" flokksgæðingum bankana.

Einkavæðing var töfraorð Sjálfstæðisflokksins og Framsókn apaði allt eftir stóra bróður. Þessir flokkar voru við stjórnvölin meira og minna síðustu áratugina og þó að Samfylkingin hafi stokkið um borð í blálokin fyrir hrun (og ábyrgðin er einnig hennar) þá er það fyrst og fremst Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn sem bera ábyrðina á því hvernig fór. Þeir skópu það spillta þjóðfélag sem leiddi til hrunsins.

Þeir menn sem tóku við rekstri bankana kunnu það ekki og ráku þá í þrot á örfáum árum með skelfilegum afleiðingum fyirr þjóðina.

Stefna þessara flokka og bein þátttaka þeirra í dansinum í kringum gullkálfinn setti þjóðina á hliðina. Og við skulum heldur ekki gleyma Davíð Oddssyni Seðlabankastjóra sem setti Seðlabankann á hausinn. 300 milljarðar eða svo, takk fyrir.

Reyndu svo ekki að segja að hvítt sé svart.

Láki (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 12:21

8 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Láki, ég get ekki munað betur en að ESB hafi gefið út tilskipun þess efnis að við ættum að einkavæða þá, þar fyrir utan er þetta hjá þér eins og húseigandi sem kennir fyrrverandi húsráðanda fyrir húsbruna 10 árum eftir að viðkomandi keypti. Hvernig var það, hvernig einkavæddi núverandi ríkisstjórn bankanna?

"Einkavæðing var töfraorð Sjálfstæðisflokksins og Framsókn" að skipun ESB.

"Þeir menn sem tóku við rekstri bankana kunnu það ekki og ráku þá í þrot á örfáum árum með skelfilegum afleiðingum fyirr þjóðina." það er ekki alveg rétt, sem eigendur þarft þú ekki að kunna neitt(þó það hjálpi), það dugir að hafa fólk í vinnu sem kunna til verka.Hjá stærri fyrirtækjum sem hafa dreifða eignahlut(eins og hjá bönkunum) þá eiga eigendur að hafa sem minnst beinvöld.

"Stefna þessara flokka.."áttu ekki við þessarar þjóðar? Svar þitt hér er í litlu samhengi við það semég svaraðio eins og "Ríkið var og er enn starfhæft." eða "Það hefði verið betra árið 2009 að skella bara Alþingi í lás næstu fjögur árin en að hafa þessar óhæfu hræður við völd."

Þar fyrir utan, þá er lífið mitt ekki bara svart og hvítt heldur gætt litrófu lífsinn, og á það er ég að benda á. En ég samhryggist þér láki ef svart og hvítt er það eina sem sérð

Brynjar Þór Guðmundsson, 25.2.2012 kl. 13:22

9 identicon

Það er erfitt að rökræða við þig Brynjar Þór, ef þú getur ekki viðurkennt staðreyndir og breytir bara sögunni eins og þú vildir að hún væri.

Voru bankarnir einkavæddir vegna þess að ESB gaf út tilskipun þess efnis ?!´

Ég verð alveg að viðurkenna að þetta eru nýjar fréttir fyrir mér. Og voru það þá Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn sem voru bara að framfylgja skipun ESB ?
Ja, hérna ég hef greinilega misst af einhverju. Ég hélt að það hefðu bara verið Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn sem einkavæddu bankana... en nú segir þú mér að ESB hafi verið með í þessu rugli. Alltaf versnar það maður.
Það er sem sagt ESB sem olli bankahruninu; er ég ekki að skilja þig rétt ?

Ég fullyrði það að þeir sem tóku við bönkunum eftir einkavæðinguna kunnu ekki að reka þá. Er það ekki alveg augljóst. Þeim tókst a.m.k. að setja þá á hausinn á 5-6 árum eða svo. Ekki er það merki um að þeir hafi kunnað bankarekstur. Ég man ekki betur en að Landsbankinn hafi verið starfræktur í 100 ár þar á undan.

Auðvitað var það stefna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem varð til þess að svo fór sem fór, ekki stefna þjóðarinnar sem heild. Þessir flokkar hafa aldrei fengið 100% greiddra atkvæða þó stórir hafa verið.

Og varðandi litina; þá er líf mitt í öllum regnbogans litum, bara svo að þú vitir það. Ég tók bara smá dæmi um hvítt og svart í þeirri von að þú myndir skilja það.

Sú von brást.

Láki (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 14:22

10 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Láki, samkvæmt EES reglum(sem eru settar af ESB) þá mega ríkisfyrirtæki ekki keppa við einkafyrirtæki. Um það verklag sem viðhaft var við það, það er alltaf gott að vera vitur eftir á. Annars er enn ósvarað hjá þér um það verklag sem Ríkisstjórn Jóhönnu sig og Össurar viðhafði þegar bankarnir voru einkavæddir aftur.

 "Auðvitað var það stefna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem varð til þess að svo fór sem fór" Ég spyr aftur hvað var það í stefnu þessara flokka sem olli hruninu? Var það að greiða niður skuldir ríkissinns og minka þannig það magn peninga sem fóru í að borga vexti, var það þegar verið vara að skapa atvinnu svo fólk fyrirtæki og ríki fengju meira til sín? Síðast þegar ég athugaði þá var það einmitt vegna þess að hér varð bankahrun, en ekki ríkishrun. Rökin að fyrrverandi eigandi gerði þetta fyrir áratug gengur ekki, þú þarf að koma með betri rök.

 "Það er erfitt að rökræða við þig Brynjar Þór, ef þú getur ekki viðurkennt staðreyndir og breytir bara sögunni eins og þú vildir að hún væri." "Ég tók bara smá dæmi um hvítt og svart í þeirri von að þú myndir skilja það." Ef ég mynd skifta nafninu Láki fyrir Brynjar þá finnst mér það passa betur, ég hins vegar veit að þú ert ekki samála mérog þá vil ég sjá einhver halbær rök fyrir því að ég hafi rangt fyrir mér

Annað "Það er sem sagt ESB sem olli bankahruninu" það varð bankahrun víðsvegar um heiminn, í BNA var það aðalega vegna svo kallaðra undirmálslána en í evrópu vegna mishepnaðrar tilskipunar sem kallast BASEL I "The financial crisis would not have happened, they argue, if developed countries had not adopted something that you've probably never heard of called the Basel Accords. Their assessment has the potential to shape the debate about the causes of the 2008 financial crash going forward." Þannig að Já, ESB samdi lög(sem alþingi hleifi í gegn óáreittu) sem lögðu grunnin að  þeirri bilun sem olli hruninu.

Brynjar Þór Guðmundsson, 25.2.2012 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband