26.3.2012 | 18:32
Vitrir menn leyfa sér að skipta um skoðun
Það er greinilegt að Steingrímur hefur komist að þeirri sjálfsögðu niðurstöðu 15 árum síðar að, að sjálfsögðu er veiðileyfagjaldið fullkomlega eðlilegt. Sá sem skrifar þessa frétt í einhverju svekkelsi lætur þess alveg ógert að geta þess að hér hefur ýmislegt breyst á 15 árum og þar á meðal í sjávarútvegi. Þjóðin á þessa auðlind en nokkrar moldríkar LÍÚ fjölskyldur hafa hagnast um tugi milljarða á auðlind sem þeir eiga ekkert í. Loksins örlar á réttlætinu og að sjálfsögðu fer allt vælubatterý LÍÚ í gang með náhirðarsnepilinn í fararbroddi.
Steingrímur var á móti veiðigjaldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú talar eins og það hafi engin afkoma verið að koma til Þjóðarinnar frá þessari atvinnugrein sjávarútveginum...
Þessir pottar fyrir hverja eru þeir...
ESB eða hvað...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 26.3.2012 kl. 18:48
Nafni.
Steingrímur er ekki vitur maður.
Óskar Guðmundsson, 26.3.2012 kl. 18:51
Vitur maður getur skipt um skoðun, það er hins vegar ekkert sérlega skarpur maður sem snýr baki við öllum sínum skoðunum til þess eins að hanga í stólnum sínum.
Gulli (IP-tala skráð) 26.3.2012 kl. 19:00
Ef við förum eftir lögmáli einffeldningsins Forrest Gump "stupid is what stupid does" er ljóst að Steingrímur þarf hjálp til að toga greindarvísitöluna upp úr skónúmerinu sínu.
Óskar Guðmundsson, 26.3.2012 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.