En hvað mun Nei-ið kosta þjóðina?

Nú  þegar hið mjög svo fyrirsjáanlega hefur gerst að Icesave málinu ER EKKI LOKIÐ MEÐ NEI-INU, þá hleypur náhirðin upp til handa og fóta með "fréttir" um hvað "já" hefði kostað.  Ég á nú eftir að sjá rökin fyrir þessum útreikningum en komandi frá náhirðarsneplinum þá trúi ég ekki einu orði svona fyrirfram allavega. 

HINSVEGAR ER AÐ VERÐA LJÓST AÐ NEI-IÐ VERÐUR RÁNDÝRT EINS  þessir slefandi vitleysingar sem trúðu heykvíslahjörðinni voru varaðir við.  Nú eru lygarar eins og Indefence og aðrir lýðskrumarar skyndilega horfnir að yfirborði jarðar og vilja ekkert við lygar sínar kannast.  

Við þekkkum handbragð framsóknarsjalla á þessum vinnubrögðum, lygar og lýðskrum.


mbl.is Kostnaðurinn hefði orðið 80 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bjálfalegt og asnalegt þetta sífellda "náhirðartal" þitt. Heldur þú að 60% þjóðarinnar séu einhver sérstök "náhirð"

Ekki er ég partur af þessari "náhirð" eða mitt fólk, sem flest hvert hefur aldrei kosið Sjálfsstæðisflokkinn.

NEI-ið við ICESAVE mun verða skráð í sögubækur þjóðarinnar sem eitt það ærlegasta sem þessi þjóð gerði í sjálfsstæðisbaráttu sinni.

Ásamt því þegar þjóðin hafnaði ESB helsinu með miklum mun !

Gunnlaugur I (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 12:56

2 Smámynd: Óskar

Já - Nei-ið er svo ærlegt að það mun kosta margfalt meira en Já hefði gert.  hey, ég er með hugmynd, þeir sem kusu "NEI" vinsamlegast taki kostnaðinn á sig og leggi upphæðina inná reikninga okkar hinna sem reyndum að hafa vit fyrir þjóðinni.

Óskar, 12.4.2012 kl. 14:05

3 identicon

Þá legg ég til að þú skilir þínum hluta af þessum 80 milljörðum þar sem þú kaust/hefðir kosið "Já" í icesave kosningunum 9.apríl.

Skv. útreikningi mínum skuldar þú 625.000 krónur, og ef þú ert í vísitölufjölskyldu (tvö börn og kona) þá skuldar þín fjölskylda tvær og hálfa milljón. Leggðu það bara inn í ríkissjóð.

Njáll (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 14:21

4 Smámynd: Óskar

Njáll i fysta lagi þori ég að fullyrða að þessi 80 milljarða tala er bullshit, í öðru lagi er ljóst að Nei-ið mun kosta margfalt meira.  Gerum bara upp reikninginn þegar hann liggur fyrir , þá má draga þessa 80 milljarða frá þeim 300 sem þetta mun sennilega kosta og þá er ykkur Nei-urum velkomið að leggja 220 milljarða í ríkissjóð.

Óskar, 12.4.2012 kl. 15:41

5 Smámynd: Jón Óskarsson

@Óskar:  Komdu með útreikningana á hvað jáið væri búið að kosta.   Ég hef marg oft komið með tölur hér um það hvað ríkið væri búið að greiða og byggi þann útreikning m.a. á gögnum frá hörðum "já-ista"  Þessar tölur sem fram koma í útreikningum Gamma passa ágætlega við það.

Á kjördegi í fyrra var gjaldfallin vaxtatala (ef samningurinn hefði verið samþykktur) komin í Kr. 30.817.440.494 og fá þeim degi til 1.apríl s.l. hefði verið búið að bætast við kr. 20.620.079.014 eða samtals rúmlega 51,4 milljarðar.   Á móti þessu hefði verið hægt að skrapa saman um 20 ma. úr Tryggingasjóði innstæðueigenda, restina hefði þurft að greiða beint úr ríkissjóði.

Ég spurði marga þá bæði hér á blogginu og víðar hvar menn ætluðu að finna þessa peninga og engin gat svarað því.   F.v. fjármálaráðherra Steingrímur Joð hefur síðar viðurkennt að þessir peningar hafi ekki verið til.  Samt gat sá maður mælt með því að samningurinn væri samþykktur og ekki síður þeir fyrri sem voru ennþá verri.

Það er ekkert að því að þetta mál sé rekið fyrir dómstólum og ekki nokkur ástæða til að fara á taugum yfir því, jafnvel þó ESB forystan sé að hafa sérkennileg afskipti af þessu núna.

Ég skora á þig Óskar að koma með sundurliðun á því hvernig þú færð út einhverja 300 milljarða og jafnframt að þú sýnir útreikninga sem hrekja mína hér að framan sem og útreikninga Gamma.

Jón Óskarsson, 13.4.2012 kl. 00:03

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvað mun nei-ið kosta?

Svar: Það á eftir að koma í ljós. En til þess að geta sótt skaðabætur þarf að sýna fram á tjón, svo svarið við þessari spurningu er óhjákvæmilega háð því hvaða tjón Bretar og Hollendingar geta sýnt fram á fyrir Hæstarétti Íslands, sem er endanlegur úrskurðaraðili um skaðabótarétt á Íslandi. EFTA dómstólinn getur aðeins úrskurðað um samningsbrot, en ekki dæmt skaðabætur.

Hitt er hinsvegar alveg kristaltært, að sama hvað þetta mun kosta fyrir Ísland þá eru það smámunir í samanburði við afleiðingar þeirra ólíkinda að framkvæmdastjórn ESB skuli hafa ákveðið að tortíma sér.

Þeir sem kusu "NEI" vinsamlegast taki kostnaðinn á sig og leggi upphæðina inná reikninga okkar hinna sem reyndum að hafa vit fyrir þjóðinni.

Ekkert mál. Hér eru afleiðingar þessarar röksemdafærslu:

Fyrst beitum við lögum um ríkisábyrgð sem Steingrímur samþykkti ásamt 47 öðrum árið 1997, til að leggja á ríkisábyrgðargjald í hæsta áhættuflokki eða 4% ári frá október 2008, sem eru um 211 milljarðar miðað við fjárhæð innstæðna skv. birtum upplýsingum skilanefndar Landsbankans.

Svo beitum við vaxtalögum til að leggja á þetta seðlabankavexti, sem reiknast samkvæmt gjaldskrá seðlabankans um 34,5 milljarðar.

Samtals gerir það 245,5 milljarða króna kröfu á þrotabú gamla Landsbankans sem er lögveðskrafa og nýtur þar af leiðandi forgangs umfram kröfur vegna innstæðna. Nanananabúbú.

50 milljarðana sem væru nú þegar gjaldfallnir á já-leiðina, uppreiknum við líka samkvæmt vaxtalögum, sem gerir 2,6 milljarða í vexti til dagsins í dag, eða samtals kröfu á já-leiðina upp á 52,6 milljarða, sem er til komin vegna þess að ef sú leið hefði verið farin hefði sá kostnaður orðið óhjákvæmilegur, auk 28 milljarða til viðbótar á næsta ári og þarnæsta eða alls 80,6 milljarðar.

Ávinningur ríkissjóðs skv. stöðunni í dag gæti því orðið:

245,5 + 80,6 = 326,1 milljarðar kr. umfram hina leiðina.

Þau 40% sem kusu já samsvara 128.000 af 320.000 manna höðfatölu.

Þau 60% sem kusu nei samsvara 192.000 af sömu höfðatölu.

Ef já hlutanum væri dreift jafnt á nei hlutann gæfi það:

326.100.000.000 * 0,4 / 192.000 = 679.375 kr. á mann.

Láttu mig bara vita hvert ég á að senda gíróseðillinn vinur.

Spyrjum svo að leikslokum hver hafi vit fyrir hverjum.

Svo á enn eftir að lögsækja Breta fyrir að gera fullveldiseignir íslenska ríkisins upptækar og valda óbætanlegu orðsporstjóni með óréttlætanlegri beitingu hryðjuverkalaga til að grípa inn í frjálst flæði fjármagns og veita einkreknu fyrirtæki ríkisstyrk sem eru hvorutveggja brot á EES samningnum ásamt tilskipunum um innstæðutryggingar og samstarf ríkja um eftirlit með fjármálastarfsemi.

Auk þess að greiða okkur skaðabætur munu þeir svo þurfa að bókfæra í ríkisreikninga sína ríkisábyrgð fyrir bankainnstæðum sem eru margfalt meiri miðað við stærð hagkerfið en á Íslandi og þeir ráða þar af leiðandi aldrei við að ábyrgjast. Þetta gildir reyndar um öll Evrópuríkin. Daginn eftir lækkar lánshæfismat þeirra allra samtímist niður í rusl og ástandið sem varð á Íslandi haustið 2008 mun endurtaka sig um alla álfuna, nema í þetta sinn verðum við í skjóli bakvið gjaldeyrishöft.

Auk þessarar sviðsmyndar eru svo auðvitað fleiri möguleikar:

Dómsniðurstaða gæti orðið að ekki skuli vera ríkisábyrgð á innstæðum, en í því tilfelli erum við Íslendingar í góðu lagi með tryggustu bankainnstæður í álfunni, á meðan skelfing grípur um sig meðal innstæðueigenda í Evrópu þegar þeir uppgötva að raunverulega er engin haldbær ábyrgð bakvið innstæður þeirra. Næst verður bankaáhlaup um alla álfuna, svo vöruskortur, svo slitnar upp úr ESB og því næst koma blóðsúthellingar. Þess vegna er auðvitað óskiljanlegt að fkv.stjr. ESB skuli hafa tekið þessa ákvörðun.

Og fleiri sviðsmyndir:

Framkvæmdastjórn ESB er að gerast aðili að málinu til að þæfa það, og ætlar hugsanlega að reyna að semja um það utan dómstóls til að afstýra hinum ofangreindu sviðsmyndum sem báðar eru hræðilegar. Ef það tekst er líklegt að búsáhaldabyltingin á Íslandi endurtaki sig því við vorum búin að hafna tveimur samningum nú þegar og viljum ekki neitt helvítis fokking fokk!

Eða þá að framkvæmdastjórn ESB einfaldlega lýgur sig út úr þessu, og reisir vegg fullkomins tvískinnungs með því að einhvernveginn ætlast til að Ísland ábyrgist bankainnstæður, en gera það svo ekki sjálft. Þar með væri líka aðild Ísland að fyrirbærum eins og Schengen, EES og AGS, sjálfhætt, auk þess sem einnig þyrfti að taka málið fyrir á vettvangi NATO með einhverjum hætti þar sem Bretar og Hollendingar frumkvöðlar málsins eru aðildarþjóðir.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.4.2012 kl. 04:59

7 Smámynd: Jón Óskarsson

Takk fyrir þetta Guðmundur.  Undirlægjuháttur þingmanna var slíkur að þegar síðasti samningur var samþykktur á Alþingi þá var ekki svo mikið sem nefnt hvað þá að fram væri komið frumvarp um að samhliða væri lagt á ríkisábyrgðargjald sem orðið hefði að forgangskröfur í þrotabú Landsbankans og þar með ýtt Icesave kröfum aftur fyrir þ.m.t. kröfum þeirra sem ekki höfðu áður fengið greitt frá Bretum og Hollendingum svo sem sveitarfélög og líknarfélög.   Vitanlega hefði átt og þurft að leggja fram slíka kröfu samhliða en ekki eingöngu að ætla að greiða vextina "one way" og skattleggja þjóðina síðan upp í rjáfur.  Með þessu ríkisábyrgðargjaldi hefði líka mátt lágmarka annan kostnað sem ríkið hefur orðið fyrir almennt séð vegna hruns bankakerfisins og samruna einstakra bankastofnana.

Samþykkt samningsins hefði fyrst og fremst tryggt ríkissjóðum Breta og Hollendinga að fá sína fjármuni til baka með vöxtum frá ríkissjóði Íslendinga, en fjölmargir aðrir Icesave kröfuhafar (líknarfélög, sveitarfélög ofl.) verið skildir eftir úti í kuldanum og þeir þurft að halda áfram sinni baráttu annars vegar við að ná þessu úr þrotabúinu eða fara í mál við Íslenska ríkið.   

Það er því langt í frá að við sem þjóð hefðum verði stikkfrí við það að samþykkja samninginn vorið 2011, langt í frá.

Staðan er mikið skýrari og betri að öllu leyti þar sem þeim samningi var hafnað.   Icesave kröfuhöfum var ekki lengur mismunað og deilan sem nú er fyrir dómstólum er ekki um þau mál heldur prinsippmál, túlkun laga og getur ekki annað en orðið fordæmisgefandi á hvorn vegin sem málið fer.  

Niðurstaða málsins mun ekki koma illa við Íslendinga en aftur á móti eru báðar niðurstöðu slæmar fyrir aðrar Evrópuþjóðir.   Annars vegar hafa þjóðirnar ekki efni á því að ábyrgjast allar innstæður sé til þess ætlast og hins vegar þá séu innstæðueigendur ekki tryggir með sínar innstæður.   Önnur niðurstæðan gæti því valdið hruni í lánshæfismati þjóðanna, hin gæti mögulega valdið áhlaupi innstæðueigenda á bankana með ófyrirséðum afleiðingum.  Mögulega er svo þriðja niðurstaðan sem viðurkennir sjálfstæðan rétt þjóða til að verja sig og sína þegna gegn allsherjarhruni eins og gert var hér með neyðarlögunum.

Jón Óskarsson, 13.4.2012 kl. 10:41

8 Smámynd: Óskar

Guðmundur og Jón eru haldnir þeirri kostulegu fyrru að trúa því að ESB hrynji útaf þessu dómsmáli við örríki!  Svona bull er náttúrulega ekki svaravert en sýnir ágætlega lygaromsuna sem var í gangi fyrir kosningarnar þar sem lygaáróður Guðmundar og co. dundi á þjóðinni þar til hún kaus yfir sig klípuna sem hún er í nú.  Guðmundur og co. vita kannski ekki að ESA hefur unnið 27 ag 29 málum sem þeir hafa höfðað.

Óskar, 13.4.2012 kl. 11:04

9 Smámynd: Jón Óskarsson

@Óskar.  Þú svarar ekki athugasemd minni (nr. 5 hér að framan) og spurningum í henni.  Er það vegna þess að þú hefur ekki svör og þínar fullyrðingar voru algjörlega út í loftið ?   

Þú getur þó væntanlega frætt okkur um hvaða afleiðingar það hefur fyrir Ísland annars vegar og þjóðir í ESB hins vegar ef ESA "vinnur" málið ?    Hvað gerist þá næst ?

Þjóðin var í klípu þegar það átti að neyða okkur til að samþykkja fyrst Svavarssamninga og svo hvern neyðarsamninginn á fætur öðrum.   Ég get ekki séð að þjóðin sé í neinni klípu núna.  Ríkissjóður hefur ekki þurft að greiða eina krónu vegna Icesave, fyrir utan vinnu við framangreinda samninga sem og varnir gagnvart ESA dómstólnum núna.   Á því og þess að ríkissjóður væri nú þegar búinn að þurfa að greiða 51,4 milljarða í óafturkræfa vexti er mikill munur.

Jón Óskarsson, 13.4.2012 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband