Smámenni

Ég hafði hér áður fyrr meira álit á Geir en flestum samflokksmönnum hans.  Hann virtist á jörðinni, alþýðlegur og tiltölulega laus við þann hroka og snobb sem gjarnan einkennir flokksfélaga hans.  Ekki veit ég hvað hefur komið fyrir manninn en viðbrögð hans við þessum dómi eru vægast sagt vonbrigði.  Hann vælir eins og ofdekraður krakki sem hefur verið skammaður, þetta er allt öðrum að kenna, dómararnir eru fífl og þetta eru pólitiskar ofsóknir.  Ekki hvarflar að manninum að biðja þjóðina afsökunar.

En kosturinn við þessi viðbrögð er að ýmsir sjálfstæðismenn hafa grenjað með Geira og þjóðin fær að sjá á hverju hún á von eftir næstu kosningar verði þessu liði hleypt aftur að kjötkötlunum.  Ég held að sjallar hafi misst mörg vafaatkvæði út á þessi vanhugsuðu viðbrögð við dóminum.


mbl.is Það var reitt hátt til höggs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband