Er nema von að auðjöfurinn spyrji..

Já afhverju ætti Ísland að ganga í ESB?  Hér eru nokkrar ástæður af jaisland.is (í bland við mín eigins svör) :

  • Hagur neytenda mun aukast vegna mun stærra markaðssvæðis og aukinnar samkeppni innan hans. Utan ESB njótum við þess ekki að vera fullir aðilar að innri markaðnum. Viðskiptakostnaður er mun hærri vegna tollafgreiðslu og umsýslukostnaðar ýmiss konar. Þá er mjög ólíklegt, eins og sagan sýnir okkur, að erlendir aðilar komi með rekstur hingað á meðan við erum ein með íslenska krónu sem gjaldmiðil. Viðskiptaumhverfið og gjaldmiðilinn skortir trúverðugleika og hefur beðið mikinn hnekki. Erlendir aðilar komu ekki hingað með starfsemi heldur á meðan viðskiptaumhverfið naut trausts. Forsenda þess að það muni verða er full aðild.
  • Starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja myndi batna til muna við aðild. Sá óstöðugleiki og kostnaður sem fylgir veikum gjaldmiðli - krónunni - heyði sögunni til og íslensk fyrirtæki myndu etja kappi á hinum frjálsa markaði við boðlegar aðstæður. Betri samkeppnisstaða og sú hagræðing sem evran hefði í för með sér myndi því á endanum koma hinum almenna borgara til góða.
  • Þeirri mýtu er gjarnan haldið fram af andstæðingum ESB að við missum yfirráð yfir auðlindum okkar.  Þetta er ekkert minna en haugalýgi eins og flest sem frá þessu liði kemur. Auðlindir hvers ríkis innan ESB eru á forræði þess sjálfs. Gildir einu hvort um er að ræða námur, vatn, olíu, jarðvarma eða hvað annað sem telst til náttúruauðlinda. Sama mun gilda um Ísland verði það aðili að Evrópsambandinu.
  • Vextir munu lækka, ekki lítill ávinningur fyrir almenning. Flestar rannsóknir benda til þess að vaxtaálagið myndi minnka við upptöku evru á Íslandi. Vegur þar þyngst að gengisáhættan gagnvart evrusvæðinu þurrkast út auk þess sem verðbólguáhættan til lengri tíma minnkar. Gera má ráð fyrir að vextir lækki um 2-3% þegar gott jafnvægi ríkir í þjóðarbúskapnum. Það gerist auðvitað ekki í einum vettvangi, en stöðugleiki ykist og áhætta minnkaði ef komið væri stöðugur gjaldmiðill.
  • Dagar verðtryggingar verða taldir með upptöku Evru
  • ild ÍslandsESB hefur grundvallaráhrif á viðskipti Íslendinga við ESB-lönd. Tollafgreiðsla vegna viðskipta við ESB-ríki heyrir sögunni til og viðskipti við þessi lönd verða eins og viðskipti á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Viðskipti á netinu eins ogpanta innanlands.

  • Vöruverð mun lækka. Reynsla annarra landa segir okkurframfærslukostnur muni lækka umtalsvert.  Magnús Bjarnason fjallar í nýlegri bók sinni um framtíð Íslands á 21. öldinni. Niðurstöður Magnúsar benda til þessneytendur muni hagnast mikið á lækkuðu matvæla- og vöruverði við inngöngu í ESB. Hann segirmatvælaverð mun lækka fljótlega eftir inngöngu um tíu til tuttugu prósent sem jafngildir tveggja til fjögurra prósenta launahækkun hjá vinnandi fólki. Í Svíþjóð og Finnlandi, lækki matvælaverð um tíu prósent ári eftirþau gerðustuilarsambandinu árið 1995. Hér á landi eru tollar og matvælaverð talsvert hærra og því meira svigrúm til lækkunar. Samkeppni á matvörumarki jókst einnig í þessum löndum þar sem erlendar verslunarkeðjur hófu starfsemi í landinu, eins og t.d. Aldi og Lidl.

Svo hversvegna er þjóðin mótfallin inngöngu samkvæmt skoðanakönnunum?  Ástæðan er í raun sáraeinföld.  ÞJÓÐIN HEFUR EKKI VERIÐ UPPLÝST UM KOSTI ESB AÐILDAR. Umræðunni hefur verið stjórnað af öfgaliði til vinstri og hægri sem vill viðhalda núverandi lífskjörum en þó á ólikum forsendum.  Vinstra liðið er haldið almennri útlendingafælni og heldur að ESB hafi eingöngu verið stofnað til að gera Íslendingum lífið leitt.  Í bland við þetta er svo einhvernskonar lopapeysuþjóðernishyggja.

Hægra liðið óttast að missa spón úr aski sínum, missa þau ofurtök sem LÍÚ hefur á landsmönnum, að eftirlit yrði haft með arðráni náhirðarskríls á auðlindum þjóðarinnar.  Þetta lið vill halda krónunni, ekki vegna þess að hún er góð heldur vegna þess að með henni er hægt að fela slóð rána á auðlindum þjóðarinnar.

Ein helstu rökin GEGN ESB eru einmitt að þá missum við auðlindir okkar.  Eins og áður er bent á er þetta haugalýgi og varðandi sjávarútveginn ÞÁ Á ÞJÓÐIN EKKERT Í ÞEIRRI AUÐLIND, HÚN ER Í HÖNDUM 20 Líú FJÖLSKILDNA.  Hvort sá sem stelur þessari auðlind heitir Sigurður eða Carlos skiptir mig bara engu máli en staðreyndin er sú að með inngöngu í ESB mun Íslenska þjóðin sennilega fyrst fá sanngjarnan hlut í arðinum af hennar helstu auðlind.


mbl.is „Af hverju eruð þið að þessu?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Hvort sá sem stelur þessari auðlind heitir Sigurður eða Carlos skiptir mig bara engu máli"

Ykkur ESB-mönnum er semsagt skítsama hvort ESB taki yfir sjávarútveginn.. eða hvað?

Ármann Elvarsson (IP-tala skráð) 29.4.2012 kl. 17:17

2 Smámynd: Óskar

Það er greinilegt að þú náðir ekki samhenginu eða snérir viljandi útúr.

Óskar, 29.4.2012 kl. 17:38

3 Smámynd: Júlíus Guðni Antonsson

Mikil er trú þín Óskar.

Júlíus Guðni Antonsson, 30.4.2012 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband