Veruleikafyrrtur og staðnaður - Vill gjaldeyrishöft í áratugi

Það er algjörlega með ólíkindum að lesa þetta.  Það gera sér nánast allir grein fyrir því að krónan er ónýtur gjaldmiðill for good.  Henni verður ekki bjargað, ekki heldur með því að skipta um nafn á henni einsg og cocoa puffs hagfræðingurinn og útgerðarerfinginn Lilja Mósesdóttir leggur til.

Gjaldeyrishöft munu óhjákvæmilega vara allt tíð.  Menn skilja ekki hvernskonar álitshnekki krónan varð fyrir í og eftir hrunið.  Menn skilja ekki að hingað kemur engin erlend fjárfesting meðan við höfum þennan "gjaldmiðil".  Við VERÐUM að laða að erlenda fjárfestingu til þess að geta bætt lífskjör í þessu landi og að formaður stærsta stjórnmálaflokks landsins geti ekki skilið þetta er hreint og beint grafalvarlegt mál.

Hverjum þjónar krónan í dag?  Jú höfum það bara á hreinu, hún þjónar LÍÚ því það er auðveldara að arðræna þjóðina með krónu heldur en með öðrum gjaldmiðli, hún þjónar gjaldeyrisbröskurum - öðrum ekki.  Krónan er það alvarlega löskuð að henni verður ekki bjargað.  Menn verða bara að fara að skilja það.


mbl.is Einhliða upptaka veikasti kosturinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Teitur Haraldsson

Evran er gjaldmiðill stóru ríkjanna.
Það sem kemur til með að gerast hér og þar þarf ekki að vera í neinu samhengi efnahagslega.

Þannig getur komið fyrir að við þurfum lágavexti, en stóru evruþjóðirnar þurfa háa vexti. 
Hvor heldurðu að ráði þá vöxtunum?

Krónan er ekki fullkomin gjaldmiðill frekar en nokkur annar gjaldmiðill, en gjaldið að taka hana upp (að ganga í ESB) er of hátt að greiða.

Teitur Haraldsson, 30.4.2012 kl. 07:37

2 Smámynd: Óskar

Gjaldið fyrir Evru er of hátt að greiða,- en bíddu við, hvað kostar okkur að hafa krónuna? 

  • Verðtryggingu
  • Háa vexti
  • Hér fjárfesta fáir eða enginn erlendur aðili meðan krónan og gjaldeyrishöft vara
  • Milljarða umsýslugjald árlega
Þetta eru bara nokkur dæmi.  Krónan er dauð og hennar tími kemur EKKI aftur.  Það er alveg skelfilegt að stjórnmálamenn geti ekki viðurkennt það því hvert ár sem við reynum að halda út krónunni kostar okkur skert lífskjör.

Óskar, 30.4.2012 kl. 10:47

3 Smámynd: Teitur Haraldsson

Verðtrygginguna er hægt að afnema, hún er ekkert lögmál.
 Háir vextir er sömuleiðis eitthvað sem við stýrum.

Þetta er helsti gallinn við erlenda fjárfestingu.
 Hún kemur þegar hennar er ekki þörf og allt gengur vel (engin áhætta).
En fer um leið og harðnar í ári og þörf er á erlendri fjárfestingu,

þetta er gallinn við erlenda fjárfestingarformið.

Við komum eftir sem áður til með að geta fengið fjárfesta í fyrirtækjum sem koma til með að vera með starfstöðvar hér t.d álið.

Þeim er nákvæmlega sama hvaða gjaldmiðill er hérlendis.

Teitur Haraldsson, 30.4.2012 kl. 10:59

4 Smámynd: Teitur Haraldsson

Mundu að það kom kreppa í evrulöndunum nákvæmlega eins og hér, Evran bjargaði engu þar um.

Og það er ekki hún sem er að stuðla að upprisu evrusvæðisins úr kreppunni.

Evrópusambandið er miðstýrður viðbjóður sem dregur verulega úr liðræði og frelsi.
Við ættum ekki að koma nálagt þessu næstu 100 árin.

Teitur Haraldsson, 30.4.2012 kl. 11:04

5 Smámynd: Óskar

Þú greinilega skilur ekki ástandið með krónuna Teitur.  Verðtryggingin er nánast lögmál þegar myntin er handónýt.  Vaxtakostnaður á örmynt er alltaf miklu meiri en á alþjóðlegri mynt, það er lögmál.  Vaxtastigið verður alltaf hærra með krónuna með tilheyrandi kostnaði fyrir fjölskyldur landsins. 

Vissulega skall líka á kreppa í Evrópu en hún var töluvert vægari en hér.  Hefðum við haft Evru og verið í ESB er mjög ólíklegt að við hefðum fengið þessa holskeflu yfir okkur 2008, gættu að því að í mörgum löndum Evrópu er ástandið ágætt.  Þau sem hafa það skítt eru mest í fréttum og það eru nánast eingöngu suður Evrópuríki sem í raun hafa alltaf verið í basli, líka áður en þau gengu í ESB.  Reyndar er það mín skoðun að lönd eins og Grikkland, Spánn, Ítalía og Portúgal eiga litla samleið með löndum eins og Þýskalandi og Frakklandi og ættu að vera í sínu eigin bandalagi.   En þetta er útúrdúr, krónan er ónýt og fyrir okkur er það grafalvarlegt mál að menn viðurkenni það ekki.

Óskar, 30.4.2012 kl. 12:59

6 Smámynd: Teitur Haraldsson

Það er ekkert lögmál til með örmyntir, þetta virkar nákvæmlega eins með stórar og smáar myntir, ef fjármálakerfið er í ólagi, þá er gjaldmiðilinn í ólagi.

Það átti að afnema verðtrygginguna þegar uppsveiflan (uppblásturinn) var í gangi,  það er auðvita erfiðara núna en alveg eins hægt. Þetta er spurning um vilja, ekki getu. 

Okkur hefur verið líkt við evrulandið Írland.
Allar efnahagshorfur eru betri hér en þar.
Og ef við ræðum stóru Evrópuveldin, hvað er þá nákvæmlega sem er óhagstætt okkur hérlends á móti þeim?
 Ekki eru það allavega atvinnuleysistölurnar. 

Ég er einmitt innilega sammála þér með að ríku þjóðirnar eigi að vera með sér mynt og PIGS eigi að vera sér. Einfaldlega vegna þess að efnahagurinn er of ólíkur, þetta getur aldrei gengið saman.

En hvernig dettur þér í hug að skella íslandi með ríku þjóðunum haldandi að við eigum eitthvað sameiginlegt með þeim skil ég alls ekki.

Getur þú rökstutt hvernig við eigum samleið með ríku þjóðunum í Evrópumyntar-samband en PIGS eiga ekki saman með þeim???

Teitur Haraldsson, 30.4.2012 kl. 15:48

7 identicon

"Vissulega skall líka á kreppa í Evrópu en hún var töluvert vægari en hér."

Óskar, ég held þú ættir að lesa þessa setningu nokkrum sinnum og fara svo út fyrir landsteinana í aðeins meira en korter á sólarströnd áður en þú tjáir þig með svona bulli.

Gulli (IP-tala skráð) 30.4.2012 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband