18.5.2012 | 18:17
Er Hreyfingin að setja upp leikrit ?
Einhvernveginn virðist það skína úr orðum Þórs. Ég allavega treysti Hreyfingunni mjög tæplega til þess að varpa fram einhverjum raunhæfum hugmyndum til lausnar á skuldavanda heimilanna. Það er til lítils að moka peningum í skuldsett heimili ef ekki á á sama tíma að endurreisa atvinnulífið í landinu. Án fjárfestinga og bætts atvinnuástand munu heimilin fljótlega sökkva í sama farið aftur.
Mig grunar að þingmenn Hreyfingarinnar séu að setja upp leikrit til þess að auka vinsældir sínar. Strax eftir helgi slíta þessir þingmenn viðræðunum á þeim forsendum að "stjórnin vilji ekki taka á skuldavandanum" eða eitthvað slíkt. Hreyfingin gætir þess að setja upp algjörlega óaðgengilegar kröfur sem byggjast á lýðskrumi en ekki raunveruleika. Þannig vinnur þetta fólk og þessvegna getur enginn starfað með þeim, ekki einu sinni lýðskrumsflokkarnir Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur, hvað þá egó kocoa puffs "hagfræðingurinn" Lilja Mós.
Ríkisstjórnin mun ekki geta treyst á Hreyfinguna frekar en aðra lýðskrumara á borð við Lilju og villikattagrenið í VG.
Aðstoða verður skuldsett heimili | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Allavega er Sigurjón Þórarson Frjálslyndi og hans fólk sem er komið í eihverskonar flokksbandalag með hreyfingunni undarlega þögull um þetta allt saman.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 18.5.2012 kl. 18:27
Algjörlega fyrirséð.
þetta lið kemst ekki án lýðskrums fyrir horn.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.5.2012 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.