Fullkomlega fyrirsjáanlegt lýðskrum Hreyfingarinnar

Þetta var algjörlega fyrirsjáanlegt enda ekki í fyrsta sinn sem Hreyfingin stundar þann ljóta leik að þykjast ætla að starfa af ábyrgð en setja svo upp kröfur sem ekki er hægt að ganga að.  Það er engin hókus pókus lausn til í skuldamálunum, það er ekki hægt að afskrifa tugi eða hundruð milljarða án þess að það komi einhversstaðar illilega niður, t.d. í hærri sköttum því ekki er hægt að setja íbúðalánasjóð á hliðina.   Þetta sér hver maður en fólk virðist allt í einu halda að 2+2 séu 5 en ekki 4.

Hreyfingin er sem fyrr ábyrgðarlaust og fyrirsjáanlegt samansafn lýðskrumara.  Það hefur ekkert breyst.

Nú gæti svo farið að stjórnin falli á næstu dögum.  Hvað gerist þá?  Jú hrunflokkarnir komast til valda.  það þýðir td. ekkert kvótafrumvarp og vonandi dettur fólki ekki til hugar að þeir flokkar felli niður skuldir landsmanna!  það er nú ekki eins og hrunflokkarnir séu þekktir fyrir að taka afstöðu með almenningi gegn fjármagnseigendum.   Núverandi stjórn er einfaldlega besti og eini kosturinn í stöðunni.


mbl.is Ekkert samkomulag um stuðning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband