Allt skal gert til að koma hagsmunagæsluflokkunum til valda

Þær eru orðnar óteljandi tilraunirnar sem stjórnarandstaðan hefur gert til að koma stjórninni frá.  Allar mislukkaðar!  það er sagt að Edison hafi gert 6000 tilraunir áður en hann fann upp ljósaperuna.  Eini munurinn á hinum misheppnuðu tilraunum Edison og misheppnuðum tilraunum stjórnarandstöðunnar er sá að Edison var að láta gott af sér leiða og loksins kviknaði á perunni mannkyninu til heilla.

Stjórnarandstaðan er hinsvegar öllum til ógagns nema kanski sægreifunum, enda hefur sjálfstæðisflokkurinn heitið þvi að snúa kvótafrumvarpinu við og láta sægreifana áfram njóta alls ágóðans af sameign þjóðarinnar, hjálpa þeim að fela féð  á Kýpur og Tortólu svo þjóðin fái ekki krónu.

Nú er hafin undirskriftasöfnun til að koma hagsmunagæsluflokkunum til valda.  Núverandi ríkisstjórn hefur gert margt rétt, alls ekki allt og það er sjálfsagt erfitt að drattast með villikattafíflin í VG í stjórnarsamstarfi, þetta lið er í raun alls ekki stjórntækt.  En því miður er það illskárri kostur fyrir þjóðina að núverandi stjórn klári kjörtímabilið heldur en að hleypa hrunflokkunum aftur að kjötkötlunum.  Það vita allir að getur ekki endað með öðru en ósköpum.   - Væri gaman í svona viku en svo sæi þjóðin svart á hvítu fyrir hvaða óþverraöfl framsóknar og sjálfstæðisflokkurinn vinna fyrir.


mbl.is Krafist þingrofs og kosninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Er einhverstaðar tekið fram að þetta sé gert til þess að fá vissa flokka að....

Það er verið að gera þetta vegna þess að þessi Ríkisstjórn Óskar, Ríkisstjórn loforða er búinn að svíkja allt sem hún lofaði ef hún yrði kosin...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 23.5.2012 kl. 19:49

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það eru hagsmunaflokkarnir, sem eru við völd núna. Það er vandamálið. Það er svo svívirðilegt hvernig er logið, svikið og blekkt, eins og enginn sé morgundagurinn eða framtíðin hjá þessu ESB-landsöluliði, sem nú er í stjórn.

Þær eiga heiður og þakkir skilið, sem standa fyrir þessari undirskriftarsöfnun.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.5.2012 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband