27.9.2012 | 16:27
Getur hætt með stolti
Jóhanna Sigurðardóttir getur hvatt svið Íslenskra stjórnmála með stolti. Hún var bókstaflega dregin til forystu í landsmálunum eftir að sjálfstæðisflokknum hafði tekist að slátra efnahag þjóðarinnar með "græða á daginn og grilla á kvöldin" hagfræðinni sem sótt var í smiðju Friedmans og Hólmsteins þó svo hann eins og aðrir sjallar vilji ekkert kannast við það enda sá flokkur ekki beinlínis þekktur fyrir að taka ábyrgð á gjörðum sínum.
Þessi ríkisstjórn tók við eftir efnahagslega kjarnorkuárás sjálfstæðisflokksins og ég held að ekki nokkur maður hafi búist við því að það tækist á einu kjörtímabili að rétta landið við enda hefur það ekki tekist nema að hluta. Við sitjum enn uppi með handónýtan gjaldmiðil, umtalsvert atvinnuleysi og ekki hefur gengið nógu vel að koma lánamálum heimillanna í réttan farveg. Ekki dettur mér þó til hugar að halda að öðruvísi samsettri ríkisstjórn hefði gengið betur og í raun hefur margt áunnist hér frá hruni, hlutirnir eru á réttri leið eins og hagtölur sýna. Stjórnarandstaðan hefur svo sannarlega ekki verið að hjálpa til heldur gert allt til að þvælast fyrir björgunarstarfinu, sérstaklega hrun og glæpaflokkarnir tveir, framsóknar og sjálfstæðisflokkurinn.
Nú er stóra spurningin hver á að leiða Samfylkinguna til næstu kosninga ? Ég tel aðeins tvö leiðtogaefni þar hæf til að fást við það, Össur Skarphéðinsson eða Ólína Þorvarðardóttir. Það er kona með bein í nefinu, skarpgreind og með leiðtogahæfileika. _Össur hefur þetta allt líka en kanski er frekar þörf á meiri ferskleika. Menn hafa nefnd Guðbjart Hannesson, ég hef aldrei haft trú á honum og þetta launamál hjá forstjóra Landspítalans fór að mínu mati alveg með hans trúverðugleika. Aðra sé ég ekki hjá Samfylkingu sem geta leitt þennan flokk, ekki Árna Pál, hann er of langt til hægri fyrir hinn almenna flokksmann.
Jóhanna ætlar að hætta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tek undir hvert orð, Jóhanna má vera þokkalega ánægð með drjúgt starf sem hefði verið betra hefði samstarf verið betra við stjórnarandstöðu og forseta lýðveldisins sem hafa verið ansi iðin við að leggja steina í götuna, reyndar heilu fjöllin.
Það verður ekki létt verk að finna nýjan og góðan leiðtoga Samfylkingarinnar. Ekki er ólíklegt að nú muni hefjast mikil áskorunarherferð að hvetja Jóhönnu að endurskoða ákvörðun sína til að hún leiði Samfylkinguna áfram gegnum næstu kosningar. Hún hefur lagt mikið af mörkum.
Góðar stundir.
Guðjón Sigþór Jensson, 27.9.2012 kl. 16:36
Vonandi svíkur hún ekki þetta, einsog allt annað !
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 27.9.2012 kl. 16:46
Með hvaða stolti getur hún hætt??
Vilhjálmur Stefánsson, 27.9.2012 kl. 16:47
Já endilega að gera Ólund Þorvarðardóttur að formanni, henni tækist að reyta enn frekar fylgið af Samfó.
Hvumpinn, 27.9.2012 kl. 17:27
Stolltur af því að Jóhanna ætlar að hætta áður en hún dettur niður dauð! Mun ekki sakna hennar úr pólitík enda um --- að ræða sem ekki hugsaði um annað en egið ------- nú síðustu ár!
Sigurður Haraldsson, 27.9.2012 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.