Þegar þaggað verður niður í lýðskrumurum og öfgaöflum þá gerist þetta hér líka

Umræðunni um ESB aðild Íslands hér á landi hefur verið stjórnað af háværum hagsmuna- og öfgaöflum til hægri og vinstri.  Mögulegir gallar við aðild eru settir fram í formi upphrópana og hræðsluáróðurs sem ekki nokkur innistæða er fyrir og því miður virðist fólk kaupa þetta.  Fólk kaupir lygarnar frá LÍÚ og Heims(k)sýn vegna þess að staðreyndirnar komast hreinlega ekki að í umræðunni.

Hversu oft hefur maður ekki heyrt kjaftæði eins og að hér fyllist öll mið af spænskum verksmiðjutogurum eða að við missum sjálfstæði okkar ?  Þessir aðilar sem halda þessu fram geta þó ekki bent á eina einustu aðildarþjóð ESB sem ekki er sjálfstætt ríki sem ræður sínum málum að langmestu leiti.  Eða eru Danmörk, Holland, Þýskaland, Frakkland, Svíþjóð, Finnland og Belgía ekki sjálfstæði ríki ?

Bara sá ávinningur að aðild sem felst í því að losna við krónuna er þess virði.  Krónan kostar Íslensk heimili ótrúlegar upphæðir á ári í formi verðtryggingar, hárra vaxta og verðbólgu.  Hverjir vilja halda í krónuna ?  Jú sérhagsmunaaðilar og þjóðníðingar eins og LíÚ.

Vill fólk lægra vöruverð, lægri verðbólgu, lægri vexti ? Ef svarið er nei þá viljum við ekki aðild, ef svarið er JÁ þá viljum við aðild eins og Eistar sem virðast hafa áttað sig í tíma sem betur fer fyrir þá.


mbl.is Sáu kostina við aðildina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lestu þetta, og hættu þessu rugli:

http://www.independent.co.uk/life-style/food-and-drink/news/spanish-fish-barons-admit-taking-illegal-catches-in-uk-waters-7964246.html

Hilmar (IP-tala skráð) 19.12.2012 kl. 15:01

2 identicon

Sæll Nafni; og aðrir gestir, þínir !

Nafni minn; Haraldsson !

Þú ert; vægast sagt ótrúlegur, í þvaðri þínu, ágæti drengur.

Krónunni um að kenna; HVAÐ,, nafni minn ?

Síðan hvenær; hafa myntir landa, borið ábyrgð á vanvita stjórnarháttum græðgispúka þingræðiskerfanna, ágæti drengur ?

Og; bara í Bandaríkjunum - einu mesta vandræða landi Vesturlanda, er verðlag sagt vera, um 30 - 40% ódýrara, á nauðsynjavörum, en austur í draumaveröld þinni; Evrópu, nafni minn.

Og; austur í Thailandi, ku vera 10falt ódýrara að búa, en hérlendis, til dæmis.

Ætli Íslendingar; eigi það ekki sameiginlegt, með þorra ESB ríkjanna, norðlægari að minnsta kosti, að láta stjórnast af græðgi og prettum - og það sé meginástæða þess, að nokkrir þverkálfar hérlendis, vilji komast í þann drulludamm, þar sem reglugerða fargan og ofurgræðgi, er öllu manngildi ofar, nafni minn, Haraldsson ?

Takist ekki; að koma á almennilegri utanþingsstjórn hér, er einboðið, að Kanadamönnum og Rússum verði gefinn kostur á, að skipta Íslandi hníf jafnt, á milli sín, ágæti drengur.

Að minnsta kosti; má Þjóðverja plága Fjórða ríkis þeirra, aldrei ná tökum hér - þá hefðu þeir náð þeim markmiðum, sem þeim mistókst, með stríðs brjálæðinu 1939 - 1945.

Þjóðverjar voru; / og eru, sams konar Heims plága, og Ísraelsmenn eru austur í Asíu, nafni minn góður !

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.12.2012 kl. 16:45

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég treysti ekki stjórnmálamönnum og embættismönnum fyrir neinu eftir 2008.

Vil sjálf fá upplýsta umræðu og tel sjálfsagt að allir skynsamir kven/karlmenn vilji það, enda grundvöllur lýðræðis. Ekkert bjölluat, við segjum bara "nei" ef díllinn er slæmur. Allt að vinna og engu að tapa með að klára viðræður. 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.12.2012 kl. 19:00

4 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

"Þessir aðilar sem halda þessu fram geta þó ekki bent á eina einustu aðildarþjóð ESB sem ekki er sjálfstætt ríki sem ræður sínum málum að langmestu leiti.  Eða eru Danmörk, Holland, Þýskaland, Frakkland, Svíþjóð, Finnland og Belgía ekki sjálfstæði ríki"

"Svíar lögðu mikla áherslu á sérlausnina vegna munntóbaksins á sínum tíma þegar þeir sömdu um inngöngu í Evrópusambandið en nú óttast þeir að nýjar reglur innan sambandsins á sviði heilbrigðismála munu þýða að ekki verði lengur hægt að framleiða tóbakið og sérlausnin þannig gerð að engu." - http://www.mbl.is/frettir/erlent/2012/12/12/sviar_ottast_um_saenska_munntobakid/

Ef Svíþjóð er sjálfstæð þjóð, hvers vegna  þurfa þeir þá að óttast um snusið sitt? Og þaðan liggur beinast við að spyrja út í það sem þið hafið verið að segja með "að kíkja í pakkann" að ógleymdum hinu meintu "sérlausnum"? Hér verður stóra baráttumál Svía tekkið af lífi með einu pennastriki ef af verður, hvað er þá í "pakkanum" annað en aðild að ESB og óuppsegjanleg áskrift að kúgun?

"Vill fólk lægra vöruverð, lægri verðbólgu, lægri vexti" og meira atvinnuleysi, þú mátt ekki gleyma því

Brynjar Þór Guðmundsson, 19.12.2012 kl. 20:18

5 Smámynd: Óskar

1. Hilmar, þessir togarar voru að stunda ólöglegar veiðar og útgerðirnar voru sektaðar.  Hefur því ekkert með samninga Breta og ESB að gera!

2. Nafni þetta snýst ekki um verðlagið.  Vissulega kosta hlutirnir lítið í Asíu en laun eru líka lág þar.  Þetta snýst um kaupmáttinn og í dag er hann lakari hér en í flestum Evrópulöndum og mun ekki skána nema við göngum í ESB og losum okkur við krónuna!

3. Anna, að sjálfsögðu hárrétt.  Það verður að klára þessar viðræður til að vita hvaða möguleika við höfum á góðum samning.  Nú ef hann er ómögulegur þá segjum við bara nei í þjóðaratkvæðgagreiðslu.  getur ekki verið einfaldara.

4. Brynjar, Svíar eru semsagt ekki sjálfstæð þjóð vegna þess að þeir geta ekki framleitt eða selt snusið sitt?!!  Atvinnuleysi er ekkert lögmál, ef við göngum í ESB þá mun það að öllum líkindum minnka vegna meiri viðskiptaveltu og aukinnar fjárfestingar í landinu.  Í ESB er atvinnuleysi mjög misjafnt milli ríkja, mest í suður Evrópu og þannig hefur það líka alltaf verið.

Óskar, 20.12.2012 kl. 02:23

6 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Óskar, "Svíar eru semsagt ekki sjálfstæð þjóð vegna þess að þeir geta ekki framleitt eða selt snusið sitt?!!" Svíar eru ekki sjálfstæð þjóð því ESB getur sparkað í þá hvenær sem er, útaf hverju sem er og hvernig sem er. Auk þess undirstrikar þessi frétt að hægt er að taka frá okkur allt sem samið er um. Annars velti ég því fyrir mér stundum hvor þjóðin sé meira sjálfstæð, Danmörk eða Færeyjar þar sem ESB ráðskast meira með Dani en Danir gera með Færeyinga.

" Atvinnuleysi er ekkert lögmál, ef við göngum í ESB þá mun það að öllum líkindum minnka vegna meiri viðskiptaveltu og aukinnar fjárfestingar í landinu" Vinsamlegast segðu mér meira, það er nefnilega þannig að í raun er ekkert sem hindrar fyrirtæki í að flytja vörur inn á markað ESB og fjöldi fyrirtækja hér á klakanum reyna á hverju ári en verða undir vegna mikillar samkeppni þannig að innganga í ESB mun ekki liðka fyrir þeim og erlendar fjárfestingar? Eitt af því fáa sem erlendir fjárfestar hafa áhuga á er lágt raforkuverð. Ef raforkuverð verður svipað hér og á meginlandi Evrópu er sú forsenda horfin, hvort sem við erum innan eða utan ESB, Því má fastlega gera ráð fyrir að störfum í einkageiranum muni ekki bætast við fyrir þau störf sem tapast, en kanski ert þú að tala um þau opinberu störf sem skapast innan ESB fyrir menn eins og Össur og fáeina til viðbótar.

Brynjar Þór Guðmundsson, 20.12.2012 kl. 06:20

7 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Nafni minn; góður !

Heldur ankannalegt; er þitt andsvar, mér til handa - nýtni og nægjusemi 19. og 20. alda, ættu að vera hér í fyrirrúmi, ekki Kauphalla brask ESB landa, sem ofurgróða hyggja, ágæti drengur.

Við þurfum, AÐ LOSNA VIÐ ÓNÝTA STJÓRNMÁLAMENN - ekki Krónuna, sem slíka, hún er enginn orsakavaldur þess, sem orðið er, heldur glæpa öflin, sem hafa misnotað hana, nafni minn.

Ekki síðri kveðjur; hinum fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.12.2012 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband