Þetta er algjörlega með ólíkindum. Íslenska þjóðin sem ég satt að segja hélt að væri vel menntuð, víðsýn og að mestu leiti sæmilega skynsöm virðist hreinlega ekki muna fyrir horn, hvað þá meira. Framsóknarflokkurinn hefur aldrei verið neitt annað en þröngur sérhagsmunaflokkur, jafnvel gjörspilltur sem slíkur. Úr rústum SÍS risu menn eins og Ólafur Ólafsson, Finnur Ingólfsson að ógleymdum Halldóri Ásgrímssyni. Tveir hinir fyrrnefndu eru ekkert annað en hreinræktaðir glæpamenn á spena framsóknarflokksins. Halldór hannaði hið illræmda kvótakerfi og er sjálfur orðinn milljarðamæringur á kerfinu sem hann hannaði og hentaði fjölskyldu hans svo vel. Ef eitthvað er jákvætt við nýjustu kannanir þá er það, að sjálfstæðisflokkurinn er kominn niður í fylgi sem hægri öfgaflokkar í Evrópu hafa getað verið nokkuð sáttir við. Það er óeðlilegt að svona flokkar séu að fá meira en 20% fylgi. 18% er því jafnvel í efri mörkunum og sjallar eiga bara að vera sáttir með það.
Sigmundur Davíð hefur aldrei þurft að bera ábyrgð á einu eða neinu. Hann hefur ekki setið í ríkisstjórn. Hann hefur komist upp með dæmalaust bull og lýðskrum frá því hann var kjörinn á þing. Icesave- Sigmundur vildi skella strax í lás. Hvað hefði það þýtt? jú við hefðum aldrei fengið bráðnauðsynleg lán frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum til að koma okkur á lappir aftur. Hvernig ætlaði Sigmundur að redda því ? Jú hann fór til Noregs og lét einhvern áhrifalausan vitleysing þar ljúga að sé að Norðmenn ætluðu að lána Íslendingum 2000 milljarða! Auðvitað var þetta bull eins og flest annað sem frá þessum manni kemur.
Þá er það kosningaloforðalisti framsóknar. Hann er náttúrulega með hreinum ólíkindum. Það á að gefa heimilum landsins 270 milljarða en framsókn getur ekki útskýrt hvaðan þessir peningar eiga að koma. Þeir rugla eitthvað um vogunarsjóði, þ.e. eigendur bankanna. Í fyrsta lagi væri um kolólöglegt eignauppnám að ræða sem mundi koma okkur á status Norður Kóreu hvað traust í viðskiptum varðar. Í öðru lagi, ef það nást peningar útúr þessum eigendum bankanna þá fara þeir alltaf sjálfkrafa í að vinna á snjóhengjunni svokölluðu, það hlýtur að vera algjört forgangsverk því verði það ekki gert þá blasir við annað og miklu alvarlegra hrun.
En hverjir eru það sem láta plata sig og ætla að kjósa lygara og lýðskrumara til valda ? Kannanir benda til þess að þetta sé að mestu leiti ómenntað fólk á landsbyggðinni. Vá, surprise, NOT! Fólk með eitthvað á milli eyrnanna og fólk sem getur lagt saman 2+2 án þess að nota reiknivél lætur einfaldlega ekki plata sig svona. Það er hreinlega spurning hvort ekki þurfi að hugsa kosningalöggjöfina uppá nýtt svo auðtrúa og einfaldar sálir leiði þjóðina ekki til glötunar.
Framsókn fengi 40% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Kannanir benda til þess að þetta sé að mestu leiti ómenntað fólk á landsbyggðinni. Vá, surprise, NOT!"
Hefðir gott af því að sleppa svona hroka of dónaskap í garð annara þjóðfélagshópa.
Sveinn Dagur Rafnsson (IP-tala skráð) 5.4.2013 kl. 18:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.