Gjörspillt hægristjórn sérhagsmunaafla í farvatninu

Fylgi framsóknar- og sjálfstæðisflokksins er um og yfir 50% samanlagt sem dugar fyrir öruggum þingmeirihluta, jafnvel þó þetta samanlagða fylgi fari niður í 45%.  Ástæðan er bæði óréttlátt kosningakerfi þar sem atkvæði í fámennum kjördæmum úti á landi gilda nærri tvöfalt á við atkvæði í Reykjavík og sundurtættur vinstri vængur þar sem vinstri menn hafa verið sjálfum sér verstir með því að kljúfa sig úr flokkum og stofna ótal flokka og flokksbrot sem engu skila þeim.

En við hverju er að búast eftir kosningar ?  það er ekkert héðan af sem kemur í veg fyrir ríkisstjórn framsóknar og sjálfstæðisflokks og skiptir í sjálfu sér engu hver leiðir þá stjórn, hún leiðir alltaf til hörmunga fyrir þjóðina.  

Það er eins og þessi þjóð hafi steingleymt hruninu, orsökum og ástæðum þess.  Það er eins og hún hafi gleymt spillingunni sem alltaf hefur grasserað í kringum þessa flokka og gerir enn.  Hvernig efnuðust menn eins og Ólafur Ólafsson og Finnur Ingólfsson ?  Hvernig eignaðist Björgólfur Landsbankann ?  Hverjir stáli Gift sjóðnum ?  Hverjir stálu eignum sem varnarliðið skildi eftir sig á Keflavíkurflugvelli ?  Hver stal framlagi ríkisins til Hraðbrautar ?  Þannig er nánast endalaust hægt að halda áfram.  Þessi stjórn mun afnema veiðileyfagjaldið og koma þeim milljörðum aftur í hendur auðmanna í stað þess að nota þá til að styrkja innviði þjóðfélagsins.

Þessi stjórn mun keyra upp gerfihagvöxt með því að virkja allar sprænur sem renna og gefa orkuna til auðhringja sem byggja hér stóriðju sem flest vestræn ríki gera allt til að losa sig við, enda frumstæður og náttúruspillandi þungaiðnaður.  

Það verða mörg brún og dauð Lagarfljótin sem vella til sjávar eftir nokkkur ár, þökk sé framsjöllum.

Því miður dugðu ekki 4 ár til að hreinsa til eftir framsjallahrunið en ástandið er þó margfalst skárra en árið 2008.  Því miður sér þjóðin það ekki.  Hún skilur ekki hvað gerðist hér árið 2008, hún skilur ekki að fórnirnar sem færðar voru, voru óhjákvæmilegar því tekjur ríkisins drógust saman um 30% í hruninu.  

Þjóðin er að kalla yfir sig annað hrun og það líður ekki á löngu þar til jafnaðarmenn verða kallaðir aftur til hreinsunarstarfa eftir gjöfspillta óstjórn sérhagsmunaafla og glæpalýðs. 


mbl.is Nánast jafnstórir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að kjósa framsókn,samfylkinguna eða sjálfstæðisflokkinn væri eins og þjóðverjar hefðu kosið nasista aftur til valda 1949!

þetta lið og þá alveg sérstaklega sjálfstæðis og framsóknarflokkur voru þau öfl sem sendu okkur hálfa leið til helvítis.

ólafur (IP-tala skráð) 25.4.2013 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband