27.4.2013 | 23:45
Guðminn góður þetta er nú meiri rugludallurinn
Sjálfstæðisflokkurinn er að dóla í kringum 25% fylgi, örlítið meira en í síðustu korningum þar sem hann beið afhroð. Svo koma Hanna Birna og Bjarni og tala um sigur þegar flokkurinn hefur leitt stjórnarandstöðu á móti stjórn sem þurfti að taka gríðarlega óvinsælar ákvarðanir. Þetta er ekki sigur Hanna Birna. Sigurvegari kosninganna er auðvita framsóknarflokkurinn vegna fáránlegra óábyrgra loforða og það verður mjög fróðleg að sjá hvernig spilast úr framhaldinu.
Í fljótu bragði virðist ríkisstjórn sjalla og framsóknar liggja í loftinu en ég er samt ekki alveg viss um það. Það er nefnilega ekki víst að nokkur flokkur, þar með talinn sjálfstæðisflokkurinn, geti kvittað uppá þetta loforðarugl framsóknar. Það er nefnilega alveg eins í spilunum ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar með ca 34-35 þingmenn. Það er í raun 2ja flokka stjórn því Samfylkingin og BF er í raun sami flokkurinn.
Hanna Birna: Afar ánægjulegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.