Nú þurfa vinstri og miðjumenn að hætta þessum fíflagangi

20072008

...og drullast til þess að fara að vinna saman.  Hreint klúður veldur því nú að DogB listar, hrunflokkarnir, brennuvargarnir og sérhagsmunaflokkarnir hafa náð öruggum þingmeirihluta með rétt um 50% atkvæða.  Ef allt væri eðlilegt væri þessi staða ekki uppi, Bog D hefðu ekki þingmeirihluta og ef einhvern þá mjög tæpan.

Það féllu dauð á vinstri vængnum alltof mörg atkvæði sem dreyfðust á ótal smáflokka og flokksbrot.  

Ég held að Árni Páll hafi rétt fyrir sér þegar hann greinir stöðuna, sérstaklega er flokksbrotið Björt Framtíð algjörlega óskiljanlegt fyrirbæri.  Stefnan copy paste frá Samfylkingunni og nákvæmlega enginn annar tilgangur með framboðinu nema koma tveim mönnum á þing sem töldu sig ekki eiga mikla möguleika innan Samfylkingarinnar. 

Framhaldið liggur í augum uppi, hér verður mynduð hægri stóriðju og gervihagvaxtarstjórn sem einkavinavæðir, útdeilir auðlindum þjóðarinnar til flokkshollra glæpamanna, gefur orkuna til stóriðju sem borgar ekki skatta, lækkar skatta á auðmenn en hækkar þá á almúgann.

Ef svo ólíklega vill til að þessir afturhaldsflokkar ná ekki saman þá á Samfylking og VG ekki að taka í mál að fara í stjórn með öðrum þeirra því þessi úrslit þýða einfaldlega það að kjósendur ætlast ekki til þess að vinstri flokkarnir verði í stjórn.  Þeir þurfa nú tíma til að ná vopnum sínum aftur, vinna að sameiningu jafnaðarmanna í einn stóran flokk og koma sterkir inn í næstu kosningum hvenær sem þær verða.  

Ég er fullviss um að það eru ekki 4 ár í næstu kosningar og því þurfa menn að vera tilbúnir þegar D og B listar eru búnir að keyra skerið aftur til andskotans.  Það er nefnilega það eina sem þessir flokkar kunna. 


mbl.is „Þetta fylgishrun varð fyrr“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Svo þú ert bara nokkuð bjartsýnn á framhaldið.

Ásgrímur Hartmannsson, 28.4.2013 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband