Gullskóflustjórnin að fæðast

Formenn beggja þessara flokka eru fæddir með gullskóflur í rassgatinu, báðir af milljarðamæringum komnir og  hafa aldrei þurft að dýfa hendi í kalt vatn.  Samt heldur heimskasta þjóð á vesturlöndum, Íslenska þjóðin, að þessir menn og þeirra flokkar séu allt í einu að fara að gera eitthvað fyrir þjóðina. Þessir flokkar hafa aldrei barist fyrir öðru en sérhagsmunum auðmanna, útgerðarmanna og bænda.

Heimskasta þjóð á vesturlöndum kaus framsókn út á eitt kosningaloforð.  Þjóðin lét múta sér.  Það má vel vera að framsókn geti slitið þessa 300 milljarða útúr kröfuhöfum bankanna sem þeir kalla hrægamma en væri þeim peningum ekki betur varið í að greiða niður skuldir þjóðarbúsins sem við borgum 90 milljarða á ári af bara í vexti ?  

Sjálfstæðisflokkurinn fékk sína næstverstu útreið í sögu flokksins í kosningunum.  Engu að síður tala menn þar á bæ um sigur, JÁ SIGUR!!  Veruleikafyrringin í Valhöll er algjör en það er ekkert nýtt.

Heimskasta þjóð á Vesturlöndum kaus yfir sig flokka sem settu þjóðina á hausinn fyrir aðeins 5 árum. Þjóðin hélt að á einu kjörtímabili tækist að eyða kreppunni.  Þrátt fyrir að fráfarandi stjórn hafi náð niður fjárlaghallanum úr 200 milljörðum í 3 og verðbólgunni úr 17% í 4 % þá heldur heimskasta þjóð á vesturlöndum að hún sé betur sett með gullskóflustjórnina.  Þjóðin heldur að gullskóflustjórnin sé að fara að gera eitthvað meira fyrir almenning í landinu en flokkarnir sem mynda hana hafa gert áður.  

Verði þessari þjóð að góðu og við skulum vona að formenn þessara flokka þurfi ekki innan skamms að koma fram í sjónvarpi og biðja Guð að blessa Ísland. 


mbl.is Byggja viðræður á stefnu Framsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Óskar!! Þú ættir í alvöru að leita til geðlæknis. Ef þú heldur að þú einn getir metið Íslensku þjóðina þá heimskustu á vesturlöndum, þá er mikið að hjá þér. Gangi þér vel.

Eyjólfur G Svavarsson, 5.5.2013 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband