Framsjallar að undirbúa afsakanir fyrir væntanlegum svikum

Auðvitað þarf að finna einhvern flöt á að svíkja gefin kosningaloforð og hvað er betra en að ljúga því að þjóðinni að staðan hafi verið verri en þeir bjuggust við ?  Hagtölur hafa ekki verið neitt leyndarmál og Sigmundur hefði átt að kynna sér þetta fyrir kosningar og stilla þá loforðaflaumnum í hóf.  En það gerði hann ekki, ákvað að láta vaða á súðum, hann blekkti þjóðina til fylgis við sig og nú er verið að finna afsakanir fyrir því að efna ekki kosningaloforðin.

Reyndar er eitt loforð sem væntanleg ríkisstjórn ætlar að efna og hefur sagt að það verði gert strax í sumar.  Hvað skildi það nú  vera ?  Nú að afnema veiðigjaldið!  Semsagt færa auðkýfingum á silfurfati 15 milljarða árlega sem fráfarandi ríkisstórn hafði eyrnamerkt í óþarfa rugl eins og barnabætur, til tækjakaupa á Landspítalanum og fleiri lúxusverkefni!  Hér þekkjum við sko handbragð sjallanna, færa fjármuni frá alþýðunni til auðkýfinga!  

Þetta kaus heimskasta þjóð á vesturlöndum yfir sig og verði henni að góðu. 


mbl.is Vandræðalegt fyrir Sigmund Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefur þú boðist til að leysa Guð almáttugan af fyrst þú getur dæmt heilu þjóðirnar

en burtséð frá þvi þá hefur hann hvergi sagt að hann ætli ekki að efna gefinn loforð

þvert á móti sagði hann í samtali við Eyjuna í gær að hann stæði við loforðið

Vinandi afnemur hann líka nýja Samfó frumvarpið um lyfjakaup

sæmundur (IP-tala skráð) 14.5.2013 kl. 18:33

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

"Þjóðin" svokallaða "kaus" víst í samræmi við fjölmiðla-hannaðar skoðanakannanir, og sérstakar hönnunar-klíku-auglýsingar, alveg frá Kryddsíldar-kvöldinu 2012, og fram á kosningadaginn 27 apríl 2013.

Hver er máttur auglýsinga og klíkufjölmiðla?

Samfylkingin afsalaði sér traustinu, þegar hún gerðist dómari í eigin sök, í Landsdómsmálinu.

Nú er komið að almenningi, að veita nauðsynlegt aðhald í þessum spilltu stjórnsýslu-svindl-vinnubrögðum.

Það mun ekki koma nauðsynlegt aðhald og gagnrýni frá spilltu flokkseigenda-fjölmiðla-elítunni sem misnotar og svíkur allt og alla.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.5.2013 kl. 18:37

3 identicon

Hef alltaf sagt að fylgi Framsóknarflokksins sé mælikvarði á heimsku þjóðarinnar. Því miður rauk hún upp rétt fyrir kosningar.

Eina sem þessir flokkar ætla að gera er að lækka skatta á vini sína, fjölga ráðherrum (með tilheyrandi undirmönnum) og afnema veiðileifagjaldið af þessum 60 milljörðum sem sægreifarnir setja nú beint í eigin vasa.

Vesgú Íslendingar!

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.5.2013 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband