23.5.2013 | 15:04
Nú er þörf á öflugri stjórnarandstöðu
Fráfarandi ríkisstjórn tók við eftir efnahagslega kjarnorkuárás sjálfstæðisflokksins á landið, það var gjörsamlega allt í rúst sama hvert litið var. Þjóðin virðist hafa gert þær fáheyrðu kröfur að ríkisstjórninni tækist að skapa hér annað góðæri á aðeins 4 árum. Þrátt fyrir að ná fjárlagahallanum niður um 200 milljarða, verðbólgunni úr 20% í 4% og atvinnuleysinu verulega niður þá réðust niðurrifs- og afturhaldsöflin stanslaust á stjórnina og héldu mikilvægum framfaramálum í gíslingu á lokadögum þingsins. Þetta hyski kann ekki að skammast sín. Fráfarandi ríkisstjórn er hvarvetna hrósað fyrir stórvirki og afrek í glímunni við einhverja erfiðustu efnahagskreppu sem dunið hefur á Evrópsku ríki í seinni tíð, nema auðvitað á Íslandi. Fráfarandi ríkisstjórn skilar af sér góðu búi en það verður sko ekki sagt um aðstæðurnar sem hún tók við í og þú hlýtur að muna.
Hvað höfum við fengið í staðinn ? Jú silfurskeiðunga sem láta það verða sitt fyrsta verk að afnema veiðileyfagjaldið og þar með verður ríkissjóður af 50-60 milljörðum á kjörtímabilinu!
Nánast allt annað í þessu stefnulýsingarplaggi þeirra Bjarna og Sigmundar er loðið og óljóst,ekki neitt,,kannski seinna,, 20 nefndir skipaðar þó Bjarni hafi viðhaft frasann "aðgerðir strax engar nefndir" fyrir kosningar. Hreinn brandari og ekkert annað. Hvað í ósköpunum voru þessir menn að gera í sumarbústað í heila viku ? Ég hefði getað krotað þessa "stefnuyfirlýsingu" niður á hálftíma enda er hún ekki neitt og um ekki neitt. Þessi nýja ríkisstjórn er stjórn auðvaldsstétta og LÍÚ. Umhverfisráðuneytið lagt niður svo það þvælist ekki fyrir væntanlegum umhverfishryðjuverkum þessarar stjórnar. Eitthvað segir mér að þessi stjórn verði grýtt útúr alþingishúsinu löngu áður en kjörtímabilið er liðið.
Aldrei hefur verið þörf á jafn öflugri stjórnarandstöðu og nú. Það má ekki láta LÍÚ dindla, gullskóflunga og ræningjalýð láta greipar sópa um auðlyndir og eigur þjóðarinnar. Við vitum fyrir hvað framsóknar- og sjálfstæðisflokkurinn standa, við þekkjum söguna, mafían breytist ekki þó hún skipti um jakkaföt. Stjórnarandstaðan þarf að vera mjög virk, þó hún komi ekki í veg fyrir hörmungar vegna þingstyrks stjórnarinnar þá getur hún amk. látið heyrast hátt og vel í sér. Það er svo sannarlega þörf á því núna.
Það vantar allar útfærslur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við hvaða "viðtöku miðar þú?
VG eru þeir einu sem "tóku við" 2009 enda hafði Samfylkingin þá setið í stjórn í 732 daga með Sjöllum.
2008 eru skuldir ríkissjóðs að meðaltali á 669,75 milljarðar en eru um áramót 1940,9 milljarðar.
Á sama tíma fór halli ríkisjóðs úr 200 milljörðum í 58,5 milljarða. Það eru um 140 milljarðar.... ekki 200.
Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi fór hæst 7,6% árið 2010 (7,25% 2009) en er nú um 6%.
Það sem er öllu alvarlegra og ekki er talað um er að heildarfjöldi unninna klukkustunda hefur lítið batnað frá hruni og þvíí raun fleiri að vinna minna.
2008 er almennur launþegi að vinna 41,67 klst á viku en 2012..... 39,87.
Þær eru nú um 37,5.
Unnum klst hefur s.s fækkað um 10% og skýrist þar (vegna hærra meðalgildis frítekjumarks) töluverður hluti lækkunnar á skattheimtum og ráðstöfunartekjum.
Einu stóru hrósin sem að fyrrverandi stjórn fékk var frá AGS og þeirra leppum enda þurfti AGS á því að halda í baráttunni við stórskuldug ríki.
110% leiðin hefur á móti verið gagnrýnd sem ein mestu stjórnsýslulegu heimskupör sem framin hafa verið undanfarna áratug og "uppgreiðsla" AGS lánanna (sem er m.a. það sem AGS hrósar fyrir) er þvæla.
Þau voru greidd upp með öðrum stærri og mun verri lánum.
2011 var tekinn milljarður bandaríkjadala að láni til að "skila" AGS láni sem var fyrst á gjalddaga í ár.
Þar fóru vextir úr 3,15 í 5,75% og kostaði það bara í vaxtamun 6 milljarða 2011-13. Það lán er aftur á móti kúlulán til 10 ára og kostar því 30 milljarða meira í vexti.
Annað slíkt lán er á fjárlögum nú til að greiða "fjárfestingu" (lesist afskriftir) fyrir íbúðalánasjóð, LÍN ofl. Þar að auki að "skila" (endurfjármagna) 240 milljarða láni og áætlaður aukalegur vaxtakostnaður þar til 10 ára alls 60 milljarðar.
Með að ofangreint verði raunin hækka skuldir ríkisins úr 1940 í 2060 milljarða og hafa þá hækkað síðan 2009 ("hrun seðlabanka uppá 192 milljarða (að ófrádregnum 70 milljörðum vegna sölu FIH))úr 1380 milljörðum í 2060 milljarða... eða um 50%.
Það eina sem að fráfarandi ríkisstjórn gerði var s.s. að lengja í lánum og í stað þess að birta verulega slæma skammtímastöðu gat birt slæma langtímastöðu.
Ríkið fór s.s. svipað, nema verr, en heimilin út úr þessum tíma enda var sparað í útgjöldum um 140 milljarða en skuldir auknar um næstum 5 falda þá upphæð.
Til að setja það í samhengi við 20 milljóna ´lán væri sú eign með lánum uppreiknun höfuðstóls um 97 milljónir.
Ef þú myndir segja nágranna þínum hvað þú "hefði staðið þig vel undanfarin ár" og lækkað skammtímaskuldir um 10%.... en hækkað langtímaskuldirnar um 500% er ekki líklegt að viðkomandi áliti að þú hefðir náð einu sinni svo mikið sem hugtakinu "stæðrfræði".
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 23.5.2013 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.