Mikið rétt en Bjarni talar ekki um lausnina sem þó blasir við

Það er hárrétt hjá Bjarna að gjaldeyrishöftin eru grafalvarlegt mál sem hefur mjög neikvæð áhrif á þá sem vilja eiga viðskipti vil landið.  Bjarni talar hinsvegar ekkert um hvað er til ráða enda er í rauninni heldur fátt til ráða.  Vandinn er ekki bara snjóhengjan heldur ekki síður að traust á krónunni sem gjaldmiðli er nákvæmlega ekki neitt erlendis, jafnvel mikið minna en ekki neitt.  Við sitjum uppi með gjörsamlega handónýtan gjaldmiðil sem er varla nothæfur til heimabrúks, hvað þá meira.

Lausnin liggur þó í augum uppi en sumir kjósa að horfa framhjá henni af pólitískum ástæðum.  Það verður að losna við krónuna og taka upp alvöru gjaldmiðil í þessu landi.  Það hefur verið talað um og rökstutt að það kostar þjóðina um 100 milljarða árlega að halda þessari örmynt uppi og sennilega er tjónið mun meira en það eftir að nauðsynlegt reyndist að setja á gjaldeyrishöftin.  Það duga engar rugl lausnir eins og að skipta um nafn á krónunni eins og Lilja Mósesdóttir og fleiri lögðu til, það þarf að taka upp alþjóðlega mynt.  Þá kemur í raun ekkert annað til greina en Evran.  Menn geta talað um dollar, kanadadollar, norska krónu eða hvað sem er, en það liggur að sjálfsögðu beinast við að taka upp gjaldmiðil þeirra landa sem við eigum mest viðskipti við og það eru Evrulöndin.   Hvort sem mönnum, Bjarna og fleirum, líkar betur eða verr þá er þetta eina lausnin til lengri tíma, annað er einfaldlega ekki í boði.   


mbl.is Höft eins og blikkandi ljósaskilti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband