19.8.2013 | 17:41
Fylgið hrynur af stjórninni
Hvernig má annað vera en að fylgið hrynji af stjórninni eins og regndropar af rain x húðaðri rúðu? Þessi stjórn eða öllu heldur óstjórn hefur á aðeins 3 mánuðum gert allt á skjön við það sem stjórnarflokkarnir lofuðu í kosningabaráttunni. Við heyrðum Bjarna Ken gaula vatnsgreiddan í pontunni í Valhöll, Engar nefndir, bara efndir!!! Nei þetta er ekki djók, hann sagði, eða réttara sagt hrópaði þetta mörgum sinnum við mikið klapp snobbhjarðarinnar og LÍÚ aðalsins á Háaleytisbraut 1. Við vitum hvað varð um þessi orð! - 19 nefndir á fyrstu vikum stjórnarinnar varð niðurstaðan en aðeins efndir í einu máli, að færa LÍÚ milljarða í staðinn fyrir múturfé sem LÍÚ greiddi í kosningasjóði framsóknar- og sjálfstæðisflokksins.
Þegar þessu þarfasta verki stjórnarinnar var lokið hélt stjórnin svo í heilu lagi nánast til útlanda og sást varla það sem eftir lifði sumars. Af og til birtust fréttir og myndir af ráðherrum í veislum á erlendri grundu, að sjálfsögðu allt fyrir skattfé. Einn ráðherrann með frúna á hestamannamóti og annar að baða sig í frægðarljóma í Gimli. Það var forsætisráðherrann sem er sennilega betri bakari en stjórnmálamaður. Amk. eru kringlurnar hans bara nokkuð flottar eins og sést á myndinni , hann ætti kannski bara að fá kringlu í lúkuna og leika sér með hana næstu 4 árin, hann gerir örugglega mest gagn þannig. Hin myndin er nú ekki leiðinlegri, þar sést Sigmundur aldeilis í essinu á sportbíl veifandi til mannfjöldans, enginn þekkir hann hinsvegar og fólk starir forviða á þennan monthana! Hvaða vitleysingur er þetta eiginlega? Jú forsætisráðherra Íslands
Skuldamál heimilanna voru grafin í nefndum. Síðasta loforðið sem stjórnin sveik var að gefa það út að ekki yrði kosið um framhald ESB viðræðna sem þýðir einfaldlega að þjóðin verður í höndum þjóðrembunöttara, Bændasamtakanna, Kaupfélags Sauðárkróks og LÍÚ auðjöfra næstu 4 árin.
Ég held reyndar að þegar að skuldadögum kemur og stjórnin getur ekki lengur logið sig útúr sviknum loforðaflaum þá verði henni hent útúr Alþingishúsinu. Yrði satt að segja ekki hissa á því að silfurskeiðabandalagið verði liðið undir lok fyrir næstu áramót.
Tæpur helmingur styður stjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.