Lygastjórnin skili umboðinu

Það er ljóst að hægri stjórnin hefur svikið þjóðina.  Hún lofaði bættum hag svo til strax, hún lofaði að heimili landsins mundu finna fyrir aðgerðunum strax í sumar!  Nú er sumarið á enda og hvaða heimili ætli hafi fundið fyrir aðgerðum ríkisstjórnarinnar?  Jú heimili sægreifanna og auðjöfra, EKKI ÖNNUR!

Svona fer þessi helferðarstjórn af stað , búin að kasta fyrir borð dýrmætum og nauðsynlegum tekjustofnum uppá tugi milljarða.  

Það er fullkomlega eðlilegt að væntingavísitalan hrynji enda búið að afhjúpa svikin.  Það er ljóst að í haust verður mikill hiti í pólitíkinni.  Kjarasamningar eru lausir og ríkisstjórnin þarf að koma saman fjárlögum.  Hún mun þurfa að skera niður til þess að fjármagna gjafir til kvótagreifa og auðjöfra.  Það verður ekki vinsælt.  Ég spái því að það verði búið að henda þessari stjórn útúr stjórnarráðinu fyrir áramót enda á hún ekkert betra skilið.


mbl.is Svartsýnin að ná yfirhönd aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

"Velferðarstjórn" Jóhönnu Sigurðardóttur fékk 4 ár meðan fólk beið eftir skjaldborginni um heimilin, sem aldrei bólaði neitt á Ekki heyrðist mikið í vinstra liðinu þá, en nú á allt að gerast strax. Þessi stjórn kemur til með að vera út kjörtímabilið og vera svo endurkjörin. Kjósendur hleypa ekki vinstri skattlagningarbrjálæðingunum að næstu 20 ár hið minnsta.

Hreinn Sigurðsson, 28.8.2013 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband