27.12.2013 | 12:42
Þessi kona hlýtur að vera af Íslenskum ættum...
Íslendingar kunna nefnilega almennt ekki að fara með peninga og hugsa nákvæmlega eins og þessi, taka bara lán og svo getur vonda fjármálastofnunin sem lánaði þeim étið skít!
Svona fórum við að fyrir hrun. Peningum var mokað inn í landið og þjóðin flatskjáavæddist, fór í dýrar sólarlandaferðir og tók að sjálfsögðu lán fyrir nýjum bílum.
Svo kom hrunið og vondu útlendingarnir töpuðu 8000 milljörðum á falli Íslensku bankanna, það var víst fyrir utan Icesave sem var auðvitað ekkert annað en lán sem Íslendingar neituðu að borga sanngjarna vexti af!-- Ekki koma með þetta týpíska tuð um að Landsbankinn hafi verið einkafyrirtæki og blablabla, þessir peningar fóru inn í veltuna í þjóðfélaginu sem naut góðs af þeim.
Svo kom konungur lýðskrumaranna, Sigmundur Davíð fram og lofaði að þjóðin fengi drjúga niðurfellingu af skuldum sínum. Reyndar urðu 300 milljarðar að 80 milljörðum eftir kosningar en lýðurinn er samt ánægður þó hann hafi bara staðið við 25% af loforðinu.
Þjóðin nefnilega vill ekki borga lánin sín til baka vegna "forsendubrests" sem felst í því að lánin höfðu hækkað samhliða verðbólgunni. Launin höfðu að vísu hækkað meira en lánin en enginn talar um forsendubrest þar. Já Íslendingar eru furðufuglar, rétt eins og þessi kona.
Tók smálán fyrir jólagjöfunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góður pistill hjá þér og mikið til í þessu. En varðandi IceSave peningana þá fóru þeir ekki í neysluveltu hjá þjóðinni, þeim peningum var einfaldlega stolið af örfáum glæpamönnum sem komu þýfinu undan á sína eigin reikninga í erlendum skattaskjólum. Að öðru leyti er ég þér fullkomlega sammála.
corvus corax, 27.12.2013 kl. 14:32
Samkvæmt íslenskum lögum væri þetta ekki leyfilegt og þar af leiðandi ekki við kúnnann að sakast heldur bankanum að hafa stundað ólöglega starfsemi.
Íslendingar eru kannski furðufuglar að hafa ekki áttað sig á þessari einföldu staðreynd fyrr en í óefni var komið hjá hálfri þjóðinni. Þar af leiðandi hljóta mestir furðufuglar að vera þeir sem hafa enn ekki fattað þetta þrátt fyrir allt.
Guðmundur Ásgeirsson, 27.12.2013 kl. 20:09
Óskar hefur hárrétt fyrir sér, þessi kona og margir aðrir kunna sér ekki mál þegar kemur að fjárútlátum. Jafnvel þó að amman hafi dáið, bæta sjónvarp og tölvur ekki þann missi. Skemmtilegar bækur og kannski falleg flík hefðu gert sama gagn í því samhengi, ef veraldlegir hlutir áttu að hjálpa til við að dreifa huganum. Hún meinti samt örugglega vel.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 28.12.2013 kl. 12:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.