Þökk sé ríkisstjórn ríka fólksins

Þrátt fyrir gríðarlegan hagvöxt flytur fólk úr landi umvörpum.  Það er nær vonlaust fyrir ungt fólk að hefja búskap í dag, húsnæðis og leiguverð mjög hátt og aðstoð frá ríkisvaldinu nánast engin.  Vextir á húsnæðislánum eru margfaldir miðað við vexti erlendis svo við tölum nú ekki um verðtrygginguna sem Framsókn hafði lofað að afnema.

Heilbrigðiskerfið er í molum.  Þrátt fyrir gríðarlega aukningu í þjóðartekjum þá fer nánast ekkert af því í styrkingu innviða landsins.  Nei, við þekkjum okkar flokka, þeir moka þjóðartekjum til vina og vandamannna eins og þeir hafa alla tíð gert. 

Það er engin furða að fólk sé búið að fá nóg.


mbl.is Fjöldi Íslendinga flytur úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já.  Fólk flýr ofsastjórn hægri-afla og þjóðrembinga.

Það sem þetta er sorglegt.

Það er eins og hægri elítuöflin vilji bókstaflega reka íslendinga úr landinu, að framsjallar hati þjóðina.  

Lítur þannig út.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.11.2015 kl. 08:59

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Af hverju lætur fólk fara svona með sig. Við höfum val um annað. Nýtt upphaf án flokkræðismafíunnar verður það að vera annars er engin von.

Sigurður Haraldsson, 13.11.2015 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband